Útlönd við Eyjafjörð

Akyureyri hefur ef til vill ekki farið jafn illa út úr faraldrinum eins og margir aðrir staðir hér á landi. Smit voru tiltölulega fá og ekkert slíkt smit hefur greinst hér um í mánaðartíma. Vissulega hafa ýmsir aðila hér í bæ, orðið fyrir tjóni að völdum veirurnar, til dæmis hefur lítið sem ekkert orðið úr vetrar ferðamennsku, og höggið er til dæmis mjög stórt fyrir Hlíðarfjall. Þar fór páskavertíðin algjörlega í súginn. Einn lottóvinning fékk þá Akureyri í fárinu, hér bar svo við að á Akureyri starfaði um tíma eina sinfoníuhljómsveit í heiminum sem leikið gat kvikmynda tónlist. Og það var auðvitað mikið um búbót fyrir reksturinn á Hofi að þar var hægt að reka stúdíó sem hafði mikið verkefni við upptöku á slíkri tónlist. En auðvitað getur framtíð ferðaþjónustu á Akureyri ekki bara byggst á lottó vinningum af þessu tagi. En svo vill til að Akureyri á ýmis tækifæri, þannig má í sumar leggja áherslu á að auglýsa atvinnulíf sem einhvers konar útlönd við Eyjafjörð. Margir ferðamenn sem hingað koma, segja nefnilega að Akureyri sé ekkert mjög íslenskur bær að yfirbragði. Til dæmis sé hér miklu meiri gróður en annarsstaðar í bæjum á landinu. Húsin eru hér mörg hver í ætt við það sem gerist í Noregi og Danmörku. Og yfir bænum er viss alþjóðlegur blær, sem ekki finnast annarstaðar á landinu. Enda er Akureyri ekki sjávarþorp í upphafi heldur iðnaðarbær. Og hugsanaháttur því öðruvísi hér en víða annarstaðar. Þetta eru tromp sem við höfum á hendi okkar, nú þegar Íslendingar eru bundnir í einskonar átthaga fjötra. En þegar til lengra lætur þarf að huga að fleiri hlutum. Tvennt dettur manni í hug sem gætu verið verkefni næstu ára í ferðaþjónustu. Annars vegar gætum við sótt eftir að fá landsmót hestamanna árið 2026, og hinsvegar gætum við farið þessa leið við þar til gerð stjórnvöld að Akureyri og og Eyjafjarðarsvæði verði vettfangur smábæjarleikana þegar þeir falla Íslendingum í skaut. Þetta er nokkurra ára verkefni, sem vel ætti að vera framkvæmalegt ef fljótlega er farið að huga að því. Þannig er ekki annað að sjá en að framtíð þessar bæjar geti bara verið björt ef menn bara halda rétt á spöðunum, og sýna dugnað og hóflegan metnað.  


Lautarferð í stofunni.

Verslunarkeðja ein fyrir sunnan er á fullu búin að auglýsa lautarferð í stofunni. Ekki kemur fram í auglýsingunni hvernig þessi lautarferð skuli hátta og sem betur fer er nú aðeins að byrja að rætast úr þessu þannig að menn eru loksins að byrja að geta farið í alvöru lautarferðir að minnska kosti innan lands. Jú kjörorðið er ,,Ferðumst innanlands í sumar" útlönd eru hvort sem er að mestu lokuð í augnablikinu og nokkur óvissa hvenær þau opnast. Menn hafa þó ekki haft miklar áhyggjur af því að fólk geti ferðast til útlanda heldur er stöðugt hamlað að því hversu erfitt verður fyrir ferðaþjónustu að fá enga útlendinga til landsins. Allt í einu kemur í ljós að ferðaþjónusta á Íslandi er alls ekki fyrir Íslendinga, hún er svo dýr að Íslendingar geta ekki nýtt sér hana sem skyldi, hvað sem 5000 kallinum hans Bjarna líður. Það kemur fram að margir ferðaþjónustuaðilar hyggjast frekar loka en að hafa opið fyrir þennan litla íslenska markað. Vandinn er sá að við höfum verðlagt okkur sjálf út af markaðinum með því annars að setja krónuvesalinginn okkar á útsölu. Með því að skrá gengið svo lágt verður tiltölega ódýrt fyrir útlendinga að koma hingað en þar sem við erum svo háð innflutningsverslunum verður lágt gengi innlendri verðbólgu og kaupmáttarrýrnun sem gerir raunveruglegu fólki ókleift að borga það verð sem borga þarf fyrir þjónustuna því auðvitað er aðföng öll dýr, til að mynda eldsneyti og innflutt matleyti dýr með svo lágu gengi. Nú væri staðan líklega allt önnur væri hún hluti af evrópusambandinu og með Evru sem gjaldmiðill. Evran er nægilega sterk til að þola áföll á borð við alheimsfaraldur að minnsta kosti sterkari en krónu greyið okkar. 


Vorverk í veirutíð.

Hlýir sunnanvindar hafa leikið um okkur á Akureyri þessa síðustu og verstu veirudaga. Vor í lofti og ekkert nýtt smit hefur greinst hér síðustu dagana. Það er gaman að líta aðeins út og sjá hvernig vorið er farið að stinga niður kollinum, en einn frekar óskemmtilegur fylgifiskur vorsins sést þó alltaf.. Óhreinindi á götum og lélegt viðhald á gagnstéttum víða. Svo ekki veitir að nú þegar veiran er að losa um tök sín, þá virðist manni liggjast beinast við að fara að fríkka eitthvað uppá gatnakerfi bæjarins. Það er góðagjalda verk, hjá blessuðu bæjarstjórnum okkar að sjá um viðhald hjá skólum og leikskólum en að byggja nýja slíka. Manni virðist einnig vera æðri verkefni að viðhalda gatnakerfi og göngustigum vítt og breitt um bæjinn. En þegar til vinda lætur þarf að huga að stærri verkefnum. Ferðaþjónusta hefur  auðvitað fengið á sig mikið högg og hana má efla, ekki síst í ljósi þess þegar blessuð ríkistjórnin lofað fjármagni í stækkun flugstöðvunar og stækkun flughlaða. En eitthvað þurfa blessuðu ferðamenninir að hafa hingað að sækja og hér eru tvær hugmyndir.
1. Sækja má um að Akureyri haldi landsmót hestamanna árið 2026

2. Að Eyjafjarðasvæðið sjái um næstu smáþjóðaleika þegar þeir falla næst í hlut Íslands, það er stór framkvæmd en svæðið ætti alveg að ráða við það ef að undirbúningur gæti hafist fljótlega.

Akureyri sem í einhverjum erlendum könnunum hefur verið talin eftirsóknasti áfangastaður í heimi og hann ætti að hafa öll tækifæri þegar veirunni slotar.


Eftir veiruna

Veit ég að veiran hverfur um síðir rétt eins og öll él. Menn hafa mikið talað um ástandið núna í veirunni hrun ferðaþjónustunnar og annað í þeim dúr. Minna hefur verið talað um hvað við tekur þegar veiran verður horfin. Að sönnu hefur talsverðu fjármagni verið veitt úr opinberum sjóðum til að bjarga því sem bjargað verður en öllum ætti að vera ljóst að ekki verður öllum bjargað.
Það er ekki hægt að reisa við alla offjárfestinguna í ferðaþjónustu til að mynda öll þessi hótel & air bnb gistingu sem eyðilagt hefur húsnæðismarkað í Reykjavík. Eitthvað nýtt verður að taka við. Það þarf að framkvæmda ýmsar neysluhvetjandi aðgerðir til að mynda innspýtingu á fjármagni til almennings & lífvænlegra fyrirtækja. Við megum ekki falla í þá gryfju að einstök héruð eða sveitarfélög hafi svo einhæft atvinnulíf að þar verði kreppa eins og núna gerðist á suðurnesjum & suðurlandi á veirutímanum. Við verðum að dreifa ferðamönnum miklu meira um landið þannig að þetta verði ekki svona högg á viss byggðarlög. Landið er stærra en Reykjavík & Reykjanes en við megum heldur ekki fara í neinar ofsalegar fjárfestingar þarna frekar en í öðru.


Góða ferð innanhúss

Fallega lagið; Góða ferð sem BG & Ingibjörg frá Ísafirði gerðu vinsælt fyrir einhverjum árum hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga að undanförnu. Inntakið í hinum nýja texta við lagið sem fluttur er af landsliði tónlistarmanna ásamt þríeykinu góða & fleirum er að maður hlýði Víði & ferðist innanhúss. Að ferðast innanhúss kemur nú líklega ekki blessaðri ferðaþjónustunni mikið til góða enda erfitt að skipuleggja slíkar ferðir þó hugsanlega megi skipuleggja einhverjar ferðir í sýndarveruleika þó svo maður hafi ekki mikið heyrt talað um það.
Þótt mikið sé um tónleika & aðrar uppákomur í netheimum þessa dagana þá hefur veiran þessi ósýnilegi gestur úr kínaveldi valdið mikilli röskun á daglegu lífi. 
Talandi um ferðaþjónustu þá hafa þau byggðarlög & þau svæði sem mikið byggja á ferðaþjónustu orðið afar illa úti og má af því draga þann lærdóm að ekki eigi að stóla einhvern 1 atvinnuveg. Dæmið suðurnes, þeir settu allt sitt traust á blessaðann herinn þegar hann var og hét þar til hann fór & allt lagðist í rúst. Síðan kom ferðaþjónuastan & það sama gerist aftur. Suðurnesjamenn treystu alltof mikið á að hafa eggin í sömu körfunni & aftur er allt í rúst. Þetta er grátlegt því suðurnes eiga atvinnutækifæri miklu betri en margir aðrir með allann sinn jarðhita & gjöful fiskimið. Að vissu leyti má yfirfæra þetta yfir alla þjóðina. Við verðum að fara hugsa ýmislegt upp á nýtt & við eigum mörg tækifæri þegar upp styttir. Mikil þróun hefur orðið t.d. í rafrænum samskiptum & ekkert kemur í veg fyrir það að það þróist enn meir. Það er mjög umhverfisvænt ef við getum fækkað til muna fundarferðum og hverskonar fyrirgreiðslu sem hægt er að gera auðveldlega á netinu. Jafnvel lækningar er nú orðið hægt að stunda rafrænt upp að vissu marki sem gætu sparað gætu óþarfa sjúkraflutninga. Þessi veira hefur gert ýmsan óskunda en margt bendir til að við getum ýmislegt gott af þessu lært ekki síst í umhverfis- og samskiptamálum. 


Hlýðið Víði.

Hlýðið Viði er vinsælasta slagorðið á Íslandi í dag. Þetta slagorð heyrðist fyrst í auglýsingu frá ferðaþjónusuaðilum á Suðurlandi, en þjóðin var fljót að grípa það.

Þessi ágæta lögga er allt í einu orðin hetja, sem enginn vissi hver var áður fyrr, og víst er að lið hans þarna hjá almannavörnum hefur staðið sig með ágætum og allt bendir til þess að mikil skynsemi sé í því að Hlýða Víði og fara til dæmis ekki að ana út á Þjóðvegi jafnveg í blindhríð og óveðri eins og gerðist á Suðurlandi.

 

Þá er auðvitað algjörlega óþarfi að menn séu að drepa eða berja konu sina og mæður, þó að einhver veira sé á kreiki, menn eiga heldur að setjast niður, horfa á góða og gressilega hasarmynd, tefla skák eða hlusta á góða tónlist. Gera eitthvað til að fá útrás. Þetta bölvaða heimilisofbeldi er svo innilega heimskulegt. En sem betur fer virðist meiri hluti þjóðarinnar að standa saman og þreigja Þorran og Góuna fram í vor eða sumar. Fjölmiðlar hafa verið tiltöllega hófsamir þó manni sé aðeins farið að leiðast Covid-talið alltaf. Það er helst að manni finnst þeir of borgarmiðaðir, þar með þeir fjölmiðlar sem allir skattgreiðendur greiða fyrir. Það væri nú helst að Reykvíkingar borgði fyrir sitt eigið útvarp Reykjavík og maður spyr sig af hverju er hvergi hægt að lesa úr prófum fyrir veirunni annarsstaðar en í Reykjavík? Seinkar um sólarhring úr niðurstöðunni þegar þarf að senda sýni frá Akureyri eða Ísafirði og í þessu sambandi dettur manni alltaf í hug af hverju í fjáranum var Kári að byggja erfðagreiningu sína í túnfætti landsspítalans? Hefði hann byggt þetta upp hér á Akureyri væri hér nú sterkt ekki of stór, rólegt, vísindasamfélag. Athygli sem gæti vakið hug um allan heim. 


Vágestur úr Kínaveldi

Hún er minni en sandkorn, sést ekki með berum augum. Hún hefur hrelt heimsbyggðina undanfarnar vikur. Hún fæddist fyrst á matarmarkaði í Kínverksri borg sem mig minnir að heitir Wuhan og var ekki mjög þekkt á vesturlöndum þó íbúar þar séu eitthvað um 11 milljónir. Menn segja hana vera uppruna í leðurblöku eða beltisdýri sem mun legga sig vís í munn austur þar og allaveganna verður að segjast að íbúar þessara borga myndu nú helst vilja að hún væri þekkt fyrir eitthvað annað en þessa matarmennigu sína og afleiðingar hennar, en nú herjar veiran vítt um veröld og ekki er sem fyrr. Við lifum afar einkennilegra tíma, einangrun, samkomubann og sumstaðar útgöngubönn og ógnvægilegar tölurnar eru stöðugt uppfærðar. Daglegar venjur hafa rakstast jafnvel hjá þeim sem bundinn er hjólastól, enginn sjúkraþjálfun næstu vikur, engar verslunarferðir á Glerártorg á fimmtudögum með tilheyrandi bjór á Kaffi Torg og fáar heimsóknir. En það er svosem magir sem hafa það verra. Vonandi birtir þó þetta upptektaril eins og öll önnur. Ég set fram eina tilhögu, að þjóðin taki sér einn frídag sem upplagt væri að yrði til dæmis á þorláksmessu á sumri í kringum 20. júlí, þessi dagur var áður fyrr mikil hátíð á Íslandi og væri sniðugt að endurvekja hann og fagna lokum plágunnar í minningu verðadýrlings Íslands.


Skrímslið fóðrað

Mikið hefur verið fjallað í fjölmiðlum undanfarna daga um þennan nýja samgöngusáttmála sem ríkisvaldið hefur gert við sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu. Þykir manni sem þarna sé nokkuð mikið lagt í og í sjálfum sér á ekki svo ýkja löngum tíma, 15 árum, en manni sýnist svo sem þessar framkvæmdir ættu miklu frekar að dreifast á ein 50 ár svo stórkallalegar virðast þær vera og vinnuaflsfrekar með þeirri þennslu sem óhjákvæmilega mun fylgja. Það má segja að þarna sé þetta skrímsli nokkuð vel fóðrað, þetta skrímsli sem vaxið hefur og vaxið allt frá því að skúli magnússon setti þarna á fót innréttingarnar sællar minningar og jóni sigurðssyni þótti einkar hagkvæmt að setja þarna niður alþingi enda greiðar samgöngur við kaupmannahöfn og danska embættisvaldið í seilingarfjarlægð á Bessastöðum. Auðvita datt jóni sigurðssyni ekki í hug að á Íslandi myndi ríkja nútímalegt lýðveldi með velsæld sem telst meðal þess besta í heiminum. Aftur að fóðrun skrímslisins: þarna er td gert ráð fyrir borgarlínu en auðvita fær einkabíllinn sitt með nokkrum hraðbrautum, slaufum og götum í stokk. Ekki dettur mönnum í hug að gera það einfaldasta td að auka notkun almenningssamgangna, að gera þær gjaldfrálsar. Auðvitað verður að fjármagna herlegheitin með einskonar gjaldtöku og þá rísa menn upp og segja að gjaldið komi verst niður á þeim sem tekjulágir eru. Því er til svara að þetta tekjulága fólk þarf ekki að búa þarna frekar en það vill það kostar að hafa þau forréttindi sem því fylgir að búa á þessu svæði eins og guðný halldórsdóttir laxness benti á í sjónvarpsviðtali fyrir einhverjum árum. Flestar borgir kringum okkur eru að taka upp einhversskonar verðstýringu á umferð vegna mengunar. Það er í rauninni ýmislegt annað sem væri miklu nær að gera ef menn ætla að gera byggðina þarna grænni. Við getum nefnd td að flytja innanlandsflugið til kef og koma upp vistvænu hverfi í vatnsmýrinni, gera mætti léttlest úr miðbæ um mjódd til kef. Þessar aðgerðir og eflaust margar fleiri mætti nefna til að hemja skrímslið svo það verði ekki svo óseðjandi að það gleypi allt landið. Fyrst verða menn þó að gera sér það að góðu að reykjavík er í raun og veru ekki borg heldur væri nær að kalla hana ofvaxið þjóðarþorp.


Löggulíf

Það er ekki neitt sérlega ljúft löggulífið í dag. Svo virðist sem lögreglan sé allt að því óstarfhæf þar sem hún hefur engann yfirmann sem hún viðurkennir og stelpuskottið í dómsmálaráðuneytinu lendir strax, í byrjun síns embættisferils, í miklu vandamáli sem hún á auðsjáanlega mjög erfitt með að snúa sér út úr. Það er augljóst að ef að lögreglan í landinu ætlar að vera starfhæf verður ríkislögreglustjóri að stíga til hliðar a.m.k um stundarsakir. Þá kemur að vandamálinu; opinberir starfsmenn hafa alveg ótrúlega mikið starfsöryggi þannig að þeir virðast geta gert nánast hvað sem er án þess að við þeim sé blakað. Að auki á stelpan erfitt með að taka hagsmuni lögreglunnar í landinu fram yfir hagsmuni lögreglustjórans þar sem hann er, eins og kunnugt er, af fínasta aðli sjálfstæðisflokksins, sonur Mattíasar Johannesen fyrrverandi moggaritstjóra og hirðskáld flokksins sem mikið hefur verið hampað meðal hægri sinnaðra listamanna enda vissulega skáld gott. En Arna ætlar sér nú að snúa sér út úr þessu með því að boða einhverjar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar þar sem ríkislögreglustjóraembættið verður hugsanlega lagt niður eða sameinað. Það kann að vera hagræði að því að sameina þessi embætti og fækka lögreglustjórum en ef að lögregluumdæmi eiga að stækka er spurning hvort að ekki verði að koma einnig á fót einskonar grenndarlögreglu, t.d. á vegum sveitafélaga sem annaðist nærmál eins og umferðastjórn, smáglæparannsóknir, heimilisofbeldi og slík mál. Ríkislögregla sem væri þá eitt umdæmi sæi um þá stærri mál og yrði einnig staðarlögreglu til aðstoðar.


Fylgdarmenn

Miðvikudaginn 11.september var í fréttum stöðvar 2 sagt frá einhverfum einstaklingi sem vill halda upp á 30 afmælið sitt með því að heimsækja Disneyland í Bandaríkjunum en er mikill aðdáandi Mikka músar og teiknimynda yfirleitt. Þessi ferð verður fyrir hann þungur baggi fjárhagslega þar sem hann þarf að greiða kostnað fyrir 2 fylgdarmenn sem þurfa að fara með honum. Þetta leiðir hugan að þessum andmannréttindum sem margir fatlaðir verða fyrir þar sem þeir verða sjálfir að greiða kostnað og jafnvel uppihald fyrir fólk sem fer með þeim í ferðalag eða á uppákomur ýmsar eins og tónleika og fleira. Samfélagið virðist ekki hafa mjög leitt hugan að þessu vandamáli. Að sönnu kom upp umræða fyrir einhverjum árum að svokallað orlof húsmæðra yrði aflagt en peningunum varið í að greiða fyrir þjónustu fylgdarmanna, t.d. á ferðalögum. En þessi umræða lognaðist einhverra hluta vegna útaf og stútungskerlingarnar héldu áfram að fara í ferðalag á kostnað skattborgara. Það er spurning hvort að ekki megi koma á einhverskonar kerfi þannig að þeir sem svona þjónustu þurfa geti ekki fengið einhversskonar kort frá tryggingastofnun sem veitti niðurgreiðslu á þessari þjónustu, að sjálfsögðu að fengnu læknisvottorði og örugglega yrði tryggt að slík þjónusta yrði ekki misnotuð. En á meðan þetta er ekki komið væri ekki úr vegi að minnast á sem standa að átakinu "á allra vörum" á næsta ári verði safna peningum í sjóð til að greiða þennan kostnað fatlaðra niður. Því miður er átakið nú í haust örlítið misheppnað það er nefnilega ekki unglingar sem deyja um aldur fram vegna misnotkunar á lyfjum, flestir sem þannig láta lífið er fólk á aldrinum 25-42 ára en í fyrra voru þetta aðeins 2 undir tvítugu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband