Alls konar jafnrétti

Merkur áfangi náðist á dögunum í jafnréttisbaráttu kynjanna. Nokkrar konur slógust heiftarlega fyrir utan skemmtistað í Reykjavík, svo stórsá á einni þeirra, og fleiri dæmi má nefna um dálítið karlmannlegt ofbeldi sem konur eru farnar beita sín í milli eða í viðskiptum sínum við lögguna. Menn hafa sjálfsagt ekki hugleitt í öllu jafnréttisstanglinu að jafnrétti yrði að ríkja líka á þessu sviði. Þetta minnir örlítið á það þegar fyrir nokkrum árum dauðadæmdri konu í Bandaríkjunum var synjað um náðun á þeim forsendum að hún væri kona. Jafnréttið varð auðvitað að ríkja á þessu sviði sem öðrum. Þegar rætt hefur verið um jafnréttismál að undanförnu hefur orðið jafnrétti eiginlega verið notað eingöngu um jafnrétti kynjanna, en jafnrétti kynjanna er bara ein hliðin af fjölmörgum á jafnrétti. Margir hópar sem kallaðir eru minnimáttar njóta ekki fullra samfélagslegra réttinda. Samkynhneigðir, innflytjendur, þjóðernisminnihlutar og síðast en ekki síst fatlaðir. Í okkar ágæta landi þar sem milljarðarnir drjúpa úr kauphöllunum er að ýmsu leyti nokkuð langt í að fatlaðir njóti einfaldra réttinda eins og t.d. hjálpar við skriftir eða aðra andlega iðju, eða möguleika til að ferðast. Ferðaskrifstofur láta einstaklinga í ríkum mæli greiða niður kostnað fyrir fjölskyldurnar en þær hafa lítinn lit sýnt á að gera fötluðum auðvelt að ferðast með fylgdarmann. Hér í upphafi var minnst á þennan nýja áfanga í jafnréttisbaráttu kynjanna - að konur séu farnar að láta til sín taka í ofbeldi. Vonandi verða aukin réttindi fatlaðra ekki á sama hátt til þess að þeir fari að lemja á hverjum öðrum í hjólastólunum.
mbl.is Beit hluta af eyra konu fyrir utan skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband