Óbein kostun

Á miðvikudögum er í sjónvarpi allra landsmanna þátturinn Sunnudags kiljan. Rétt og sagt er í kynningunni er það "ómissandi þáttur fyrir bókaunnendur". Eitt er þó athyglisvert í sambandi við þátt þennann en það er að á undan honum og eftir er alltaf sama auglýsingin frá ákveðinni bókaverslun. Einhvernveginn þá finnst manni þetta lykta örlítið af kostun, þó að hún sé falin undir yfirskyni auglýsingar. Þetta leiðir hugann að hlutverki okkar ástsæla ríkisútvarps. Maður spyr sig hvort skattgreiðendur þessa lands beri einhver skylda til að fjármagna stöð sem stendur í harðvítugri samkeppni á auglýsingamarkaði höfuðborgarsvæðisins og dettur manni sérstakleg í hug rás 2 í þessu sambandi. Svo virðist sem hún sé orðin í dag eitt alsherja svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis og sé eiginlega í engu frábrugðin bylgjunni og öðrum einkastöðvum. Maður skilur ekki alveg tilganginn með tilveru hennar, ekki er hér þó verið að leggja til, eins og hjá ungu frjálshyggju krökkunum, að hún verði seld heldur að henni verði skipt upp í 3 stöðvar; á Akureyri, Ísafirði og Egilstöðum með einhverri samvinnu á milli. Þess má einnig geta að ávarpið "útvarp Reykjavík" mætti gjarna verða kvatt með ávarpi útvarpsstjóra á gamlárskvöldi. Vonandi hefur útvarpsstjóri ekki alveg látið glepjast að ljósadýrðinni fyrir sunnan eftir að hann flutti frá Akureyri.


Gengið í klaustur

Nú rétt fyrir mánaðamót nóvember desember gengu sex þingmenn í klaustur, ekki það að þeir ætluðu að fara að stunda eitthvað meinlæta líf heldur var ætlunin að detta nú ærlega í það, meira að segja á vinnutíma. Urðu mennirnir líklega það drukknir að þeir tóku ekkert eftir því að kona ein sat við nálægt borð og tók allt þeirra tal upp með símanum sínum. Nú kann það að orka tvímælis að taka upp einkasamtöl fólks þegar það er á fylleríi á einhverjum bar en í þessu tilfelli var bara um að ræða fulltrúa þjóðarinnar og eins og aðrir vinnuveitendur þá finnst manni að þjóðin, sem vinnuveitandi þessara manna, hafi rétt á því að vita hvað þeir aðhafast í vinnutímanum. Er það ekki oft brottrekstrarsök þegar að menn drekka í vinnunni, spyr sá sem ekki veit? Og nú ætlar þetta lið að bíta höfuðið af skömminni með því að höfða mál gegn konunni sem tók upp fyllibytturnar. Þeir átta sig auðvita ekki á því að þetta er auðvita vísasta leiðin til að gera hana að píslarvotti. Þetta á ekki eftir að hressa miðflokkinn við en einni hlið þessa máls hefur ekki verið mikið velt upp, þeirri hræsni sem að sumir af þessum þingmönnum sýna í áfengismálum. Þeir hafa staðið harðir gegn öllum tillögum í að breyta fáránlegum áfengislögum á Íslandi, t.d. því að ekki megi selja bjór í búðum en geta sjálfir dottið í það á virkum degi þó þeir treysti öðrum ekki til að gera slíkt hið sama. Það er kominn tími til að þetta lið fari að verða þess verðugt að eitthvað mark sé á því takandi eða erum við orðin svo skrítin þjóð að við bara verðskuldum svona þingmenn? 


Umhverfissóðar

Ég var nýlega að lesa danska fantasíu skáldsögu þar sem nokkuð er vitnað í norræn trúarbrögð. Þarna er meðal annars tilvitnun í Völuspá, þar sem verið er að lýsa Ragnarrökum. Er í lýsingunni meðal annars talað um heitan himinn, ekki er líklegt að höfundur Völuspár hafi heyrt mikið talað um gróðurhúsaáhrif en heitur himinn er í raun og veru ekkert annað en gróðurhúsaáhrif og þetta vekur mann óneytanlega til umhugsunar um það hvort mannkynið stefni nú í átt að Ragnarrökum. Það hefur mikið verið rætt og ritað um umhverfismál og við Íslendingar berjum okkur oft á brjóst og segjum hversu óskaplega umhverfisvæn við erum, þegar við í rauninni erum hinir mestu umhverfissóðar. Bílar eru fluttir inn sem aldrei fyrr og auðvita þurfum við að fljúga, sem ekki er sérlega umhverfisvænt, en við bætum um betur þegar við verðlaunum notendur bensíns með lækkuðum flugfargjöldum til útlanda. Nær væri nú að þetta flugfélag okkar verðlaunaði frekar þá sem eitthvað leggja til umhverfismála, t.d. með því að kaupa plöntur til að gróðursetja og fá punkta í staðinn. Þá er hið ofurmiðstýrða stjórnkerfi landsins ekkert sérlega umhverfisvænt. Við söfnum allri þjónustu á einn lítinn blett á landinu en afleiðingin verður sú að menn þurfa að sækja þessa þjónustu um langar vegalengdir. Í stað þess að efla landshlutana til sjálfstjórnar og sjálfbærrar þróunar. Við reisum arðlausar steinsteypue með útlendu láglauna vinnuafli í stað þess að nota milljónirnar okkar til þess að bæta mannlífið, bæta félagslega þjónustu, sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu á auðlindum okkar fallega lands.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband