Ófær dagskrárgerð

Önnur serían af Ófærð var frumsýnd með pompi og prakt í ríkiskassanum á annan í jólum. Auðvitað ríkti mikil eftirvænting en heldur urðu margir svektir því einhvernveginn komst efni þáttarins illa til skila vegna þess hve raddir leikaranna voru óskýrar og eitthvert einkennilegt suð heyrðist líka í upptökunni. Urðu vitanlega af þessu viðbrögðin nokkur en einhverjir þarna innanborðs svöruðu að ekkert hefði verið að útsendingunni, skýringin væri sennilega sú að fólk væri bara orðið svo óvant því að hlusta á íslensku í sjónvarpi að það skildi hana ekki lengur. Þetta fannst manni fremur snautlegt svar og mjög í þessum leiðinlega gamla anda sem enn ríkir hjá Ríkisútvarpinu þar sem hroki og fyrilitning gagnvart fólkinu í landinu var alltof ráðandi en hefur þó sem betur fer mikið minnkað eftir því sem áhrif gömlu góðu útvarpsfjölskyldunnar fara þverrandi þó þeirra gæti ennþá eilítið. Vera má líka að þessi lélega útsending hafi verið eitthvað staðbundin og kann það að skýra það hversu létt þeir taka þarna á málunum. Hjá hinu háæruverðuga útvarpi Reykjavík skiptir landsbyggðin afar littlu máli nema þegar kemur að innheimtu útvarpsgjaldsins.


Bloggfærslur 1. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband