Umhverfissóðar

Ég var nýlega að lesa danska fantasíu skáldsögu þar sem nokkuð er vitnað í norræn trúarbrögð. Þarna er meðal annars tilvitnun í Völuspá, þar sem verið er að lýsa Ragnarrökum. Er í lýsingunni meðal annars talað um heitan himinn, ekki er líklegt að höfundur Völuspár hafi heyrt mikið talað um gróðurhúsaáhrif en heitur himinn er í raun og veru ekkert annað en gróðurhúsaáhrif og þetta vekur mann óneytanlega til umhugsunar um það hvort mannkynið stefni nú í átt að Ragnarrökum. Það hefur mikið verið rætt og ritað um umhverfismál og við Íslendingar berjum okkur oft á brjóst og segjum hversu óskaplega umhverfisvæn við erum, þegar við í rauninni erum hinir mestu umhverfissóðar. Bílar eru fluttir inn sem aldrei fyrr og auðvita þurfum við að fljúga, sem ekki er sérlega umhverfisvænt, en við bætum um betur þegar við verðlaunum notendur bensíns með lækkuðum flugfargjöldum til útlanda. Nær væri nú að þetta flugfélag okkar verðlaunaði frekar þá sem eitthvað leggja til umhverfismála, t.d. með því að kaupa plöntur til að gróðursetja og fá punkta í staðinn. Þá er hið ofurmiðstýrða stjórnkerfi landsins ekkert sérlega umhverfisvænt. Við söfnum allri þjónustu á einn lítinn blett á landinu en afleiðingin verður sú að menn þurfa að sækja þessa þjónustu um langar vegalengdir. Í stað þess að efla landshlutana til sjálfstjórnar og sjálfbærrar þróunar. Við reisum arðlausar steinsteypue með útlendu láglauna vinnuafli í stað þess að nota milljónirnar okkar til þess að bæta mannlífið, bæta félagslega þjónustu, sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu á auðlindum okkar fallega lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband