Eftir veiruna

Veit ég að veiran hverfur um síðir rétt eins og öll él. Menn hafa mikið talað um ástandið núna í veirunni hrun ferðaþjónustunnar og annað í þeim dúr. Minna hefur verið talað um hvað við tekur þegar veiran verður horfin. Að sönnu hefur talsverðu fjármagni verið veitt úr opinberum sjóðum til að bjarga því sem bjargað verður en öllum ætti að vera ljóst að ekki verður öllum bjargað.
Það er ekki hægt að reisa við alla offjárfestinguna í ferðaþjónustu til að mynda öll þessi hótel & air bnb gistingu sem eyðilagt hefur húsnæðismarkað í Reykjavík. Eitthvað nýtt verður að taka við. Það þarf að framkvæmda ýmsar neysluhvetjandi aðgerðir til að mynda innspýtingu á fjármagni til almennings & lífvænlegra fyrirtækja. Við megum ekki falla í þá gryfju að einstök héruð eða sveitarfélög hafi svo einhæft atvinnulíf að þar verði kreppa eins og núna gerðist á suðurnesjum & suðurlandi á veirutímanum. Við verðum að dreifa ferðamönnum miklu meira um landið þannig að þetta verði ekki svona högg á viss byggðarlög. Landið er stærra en Reykjavík & Reykjanes en við megum heldur ekki fara í neinar ofsalegar fjárfestingar þarna frekar en í öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband