Hálf-sigur Hatara

Hatarar snéru heim sem hetjur, útvarpsstjóri og margir mættir í Leifsstöð að taka á móti hópnum og mikið um húllumhæ. Segja má að þeir hafi orðið okkur frekar til sóma en hitt, þó svo að framkoma þeirra hafi eðlilega valdið deilum. Það er nefnilega svo að það er ekki það að þeir skuli hafa veifað palestínskri dulu framan í evrópu, heldur er kjarninn hegðun ísraels manna í palestínu, sem að sjálfsögðu er óásættanleg. Þetta var ekki móðgun við keppnishaldara sem slíka heldur við stjórnvöld þess lands sem keppnina hélt, manni finnst frekar fáránlegt að þessir menn skuli hafa verið kallaðir gyðingahatarar, það er rökleysa þar sem hegðunin gagnvart palestínu mönnum á ekkert skilt við hatur heldur er hér að ræða grófa aðskilnaðarstefnu. Maður óskar þess oft að ísraelsmenn fari að sýna skynsemi frekar en að skjóta úr byssum á unglinga sem kasta grjóti, að þeir reynifrekar að ræða saman og finna flöt á málinu, meirihlutinn vill lifa í friði og sátt með guði og mönnum en það að hatari skuli hafa komið þessum boðskap á framfæri og að hann skuli hafa vakið athygli er að minnsta kosti hálfur sigur fyrir þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband