Fjallabaksleiðir

Stjórnvöld fara ýmsar fjallabaksleiðir að takmörkum sínum þessa dagana, sem eiga það sameiginlegt að kalla á fjáraustur úr galtómum ríkiskassanum. Styrkja á innanlandsflug með því að greiða niður farmiða, Þó miklu einfaldara væri að aflétta einokun flugfélagsins, en enska nafnið sem er á góðri leið að verðleggja sig út af markaðinum. Eyða á einhverjum milljónum í að styrkja einarekna fjölmiðla í stað þess að taka ríkisútvarpið að mestu eða öllu út af auglýsingamarkaði. Á sama tíma mætti hugsa sér að 365 væri bannað að vera með auglýsingar í læstri dagskrá svo samkeppnissjónarmiða sé gætt. Fundurinn á dögunum um framtíð útvarps fannst manni eiginlega vera miklar umbúðir utanum nánast ekki neitt. Þarna virtist einvher ameríkani þausa um eitthvað sem enginn skildi en engar tilraunir voru gerða til þess að ræða það hvernig ríkisútvarpið gæti brugðist við brestum sínum. Menn halda ennþá að menn séu í sama umhverfi og 1930 þegar engin menning var sögð til nema í Reykjavík og hana þyrfti að senda til sveitavargsins svo hann þyrptist ekki á mölina. Hér er um algera stöðnun að ræða, gamla virðulega klukkan, hátíðlega ávarpið útvarp reykjavík, og tilkynningar um úrvalið í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, eru enn til staðar, þó við vitum að nafli alheimsins sé löngu farinn frá Reykjavík. Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef til vill þurfi að breyta ríkisútvarpinu í þjóðarútvarp, íslenska útvarpsþjónustu aðgengilega öllum með gagnvirkum hætti í öllum sínum fjölbreytileika og öllum timum sólarhrings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband