Syrtir í álinn

Það syrtir víst í álinn þessa dagana á landinu bláa. Eftir makalaust góðæri síðastliðin ár er komin smá kreppa. Þetta var svo sem fyrirséð, svona kreppur koma alltaf reglulega á eftir góðæri, ég var fyrir löngu búin að spá því að eitthvað svona myndi gerast árið 2109. Það þarf ekki mikið til að búa til kreppu á íslandi. Eitt flugfélag fer á hausinn vegna ógætilegra frjárfestinga eigenda og auk þess lætur loðnan ekki sjá sig hér, þvílík ókurteisi. Menn tala um að það þurfi að draga saman seglin, sumir segja þó ekki af fullum þunga fyrr en á haustmánuðum, menn vilja lofa blekinu að þorna aðeins á lífskjarasamningum, áður en kjaraskerðingin dynur yfir hugsanlega með þessu hefðbundna gengissigi. Blessuð verðbólgan snýr aftur, enda sárt saknað ekkki sýst af atvinnurekendum þessa lands. Ekkert heyrist frá þeim nú um of hátt gengi og of góð lífsskjör.Svo virðist sem auðmannastétt þessa lands fagni ávallt kreppum því þá þarf ekki að bæta kjörin hjá skrílnum. Veislan mun hugsanlega byrja aftur þegar byrjað verður á ný að fjárfesta í steinsteypu og hraðbrautum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband