Opinbert mál

Alþingi gaf sér tíma til þess á dögunum að samþykkja tillögu þess efnis að íslenska skildi vera opinbert mál, hvað sem það nú merkir. Ekki er víst að þetta hafi vakið mikla athygli, það kemur svo margt og misjafnt frá þessu samsafni af drykkjurútum, kvennabósum og kjaftöskjum sem sitja þarna við Austurvöll. Raunar hefur íslenska líka allt frá upphafi verið opinbert mál á Íslandi, allt frá landnámi þó svo hún hafi heitið norræn tunga, og hún hefur staðist tímans tönn og er í dag nokkurnvegin samaa málið og fyrir þúsund árum. en vissulega hafa sótt að henni ýmsar hættur, fyrst var það latínan sem mengaði mjög ritlistina á miðöldum þó svo munnkarnir hafi líka skrifað íslenskar sögur sem þjóðin las, svo var það danskan sem öllu tröllreið í nokkrar aldir en náði þó aldrei að tortíma íslenskunni, þökk se m.a. að biblían var þýdd á íslensku svo danska varð aldrei kirkjumál á íslandi. Enn í dag steðja ógnir að íslenskunni, núna frá enskunni, sem jafnvel börn og unglingar eru farnir að leika sér á og tala, að sönnu líklega ekki neina fyrirmynda ensku heldur einhverja tölvuleikja ensku sem hlegið er af í enskumælandi löndum. Vonandi er nú komið af því að spyrna þarna við fótum og við höfum alla möguleika til að gera það, við gætum til dæmis framleitt tölvuleiki í stórum stíl, sem byggðir eru á íslenskum sögum og íslensku atvinnulífi, við getum íslenskað öll snalltæki og raddstýrð tæki og það sem ekki er mikið í umræðunni er að gera svona tæki aðgengileg fötluðum. Líklega hefði verið farsælast að moka niður í hina umtöluðu holu íslenskra fræða og nota peningana sem áttu að fara í bygginguna til að fjármagna þessa hluti rétt eins og það hefði verið skynsamlegra að nota peningana í að bæta tungumálakennslu, þá sérstaklega strax í leikskóla á almennilegri ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband