Akyureyri hefur ef til vill ekki farið jafn illa út úr faraldrinum eins og margir aðrir staðir hér á landi. Smit voru tiltölulega fá og ekkert slíkt smit hefur greinst hér um í mánaðartíma. Vissulega hafa ýmsir aðila hér í bæ, orðið fyrir tjóni að völdum veirurnar, til dæmis hefur lítið sem ekkert orðið úr vetrar ferðamennsku, og höggið er til dæmis mjög stórt fyrir Hlíðarfjall. Þar fór páskavertíðin algjörlega í súginn. Einn lottóvinning fékk þá Akureyri í fárinu, hér bar svo við að á Akureyri starfaði um tíma eina sinfoníuhljómsveit í heiminum sem leikið gat kvikmynda tónlist. Og það var auðvitað mikið um búbót fyrir reksturinn á Hofi að þar var hægt að reka stúdíó sem hafði mikið verkefni við upptöku á slíkri tónlist. En auðvitað getur framtíð ferðaþjónustu á Akureyri ekki bara byggst á lottó vinningum af þessu tagi. En svo vill til að Akureyri á ýmis tækifæri, þannig má í sumar leggja áherslu á að auglýsa atvinnulíf sem einhvers konar útlönd við Eyjafjörð. Margir ferðamenn sem hingað koma, segja nefnilega að Akureyri sé ekkert mjög íslenskur bær að yfirbragði. Til dæmis sé hér miklu meiri gróður en annarsstaðar í bæjum á landinu. Húsin eru hér mörg hver í ætt við það sem gerist í Noregi og Danmörku. Og yfir bænum er viss alþjóðlegur blær, sem ekki finnast annarstaðar á landinu. Enda er Akureyri ekki sjávarþorp í upphafi heldur iðnaðarbær. Og hugsanaháttur því öðruvísi hér en víða annarstaðar. Þetta eru tromp sem við höfum á hendi okkar, nú þegar Íslendingar eru bundnir í einskonar átthaga fjötra. En þegar til lengra lætur þarf að huga að fleiri hlutum. Tvennt dettur manni í hug sem gætu verið verkefni næstu ára í ferðaþjónustu. Annars vegar gætum við sótt eftir að fá landsmót hestamanna árið 2026, og hinsvegar gætum við farið þessa leið við þar til gerð stjórnvöld að Akureyri og og Eyjafjarðarsvæði verði vettfangur smábæjarleikana þegar þeir falla Íslendingum í skaut. Þetta er nokkurra ára verkefni, sem vel ætti að vera framkvæmalegt ef fljótlega er farið að huga að því. Þannig er ekki annað að sjá en að framtíð þessar bæjar geti bara verið björt ef menn bara halda rétt á spöðunum, og sýna dugnað og hóflegan metnað.
Bloggar | 16.5.2020 | 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verslunarkeðja ein fyrir sunnan er á fullu búin að auglýsa lautarferð í stofunni. Ekki kemur fram í auglýsingunni hvernig þessi lautarferð skuli hátta og sem betur fer er nú aðeins að byrja að rætast úr þessu þannig að menn eru loksins að byrja að geta farið í alvöru lautarferðir að minnska kosti innan lands. Jú kjörorðið er ,,Ferðumst innanlands í sumar" útlönd eru hvort sem er að mestu lokuð í augnablikinu og nokkur óvissa hvenær þau opnast. Menn hafa þó ekki haft miklar áhyggjur af því að fólk geti ferðast til útlanda heldur er stöðugt hamlað að því hversu erfitt verður fyrir ferðaþjónustu að fá enga útlendinga til landsins. Allt í einu kemur í ljós að ferðaþjónusta á Íslandi er alls ekki fyrir Íslendinga, hún er svo dýr að Íslendingar geta ekki nýtt sér hana sem skyldi, hvað sem 5000 kallinum hans Bjarna líður. Það kemur fram að margir ferðaþjónustuaðilar hyggjast frekar loka en að hafa opið fyrir þennan litla íslenska markað. Vandinn er sá að við höfum verðlagt okkur sjálf út af markaðinum með því annars að setja krónuvesalinginn okkar á útsölu. Með því að skrá gengið svo lágt verður tiltölega ódýrt fyrir útlendinga að koma hingað en þar sem við erum svo háð innflutningsverslunum verður lágt gengi innlendri verðbólgu og kaupmáttarrýrnun sem gerir raunveruglegu fólki ókleift að borga það verð sem borga þarf fyrir þjónustuna því auðvitað er aðföng öll dýr, til að mynda eldsneyti og innflutt matleyti dýr með svo lágu gengi. Nú væri staðan líklega allt önnur væri hún hluti af evrópusambandinu og með Evru sem gjaldmiðill. Evran er nægilega sterk til að þola áföll á borð við alheimsfaraldur að minnsta kosti sterkari en krónu greyið okkar.
Bloggar | 9.5.2020 | 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar