Vorverk í veirutíð.

Hlýir sunnanvindar hafa leikið um okkur á Akureyri þessa síðustu og verstu veirudaga. Vor í lofti og ekkert nýtt smit hefur greinst hér síðustu dagana. Það er gaman að líta aðeins út og sjá hvernig vorið er farið að stinga niður kollinum, en einn frekar óskemmtilegur fylgifiskur vorsins sést þó alltaf.. Óhreinindi á götum og lélegt viðhald á gagnstéttum víða. Svo ekki veitir að nú þegar veiran er að losa um tök sín, þá virðist manni liggjast beinast við að fara að fríkka eitthvað uppá gatnakerfi bæjarins. Það er góðagjalda verk, hjá blessuðu bæjarstjórnum okkar að sjá um viðhald hjá skólum og leikskólum en að byggja nýja slíka. Manni virðist einnig vera æðri verkefni að viðhalda gatnakerfi og göngustigum vítt og breitt um bæjinn. En þegar til vinda lætur þarf að huga að stærri verkefnum. Ferðaþjónusta hefur  auðvitað fengið á sig mikið högg og hana má efla, ekki síst í ljósi þess þegar blessuð ríkistjórnin lofað fjármagni í stækkun flugstöðvunar og stækkun flughlaða. En eitthvað þurfa blessuðu ferðamenninir að hafa hingað að sækja og hér eru tvær hugmyndir.
1. Sækja má um að Akureyri haldi landsmót hestamanna árið 2026

2. Að Eyjafjarðasvæðið sjái um næstu smáþjóðaleika þegar þeir falla næst í hlut Íslands, það er stór framkvæmd en svæðið ætti alveg að ráða við það ef að undirbúningur gæti hafist fljótlega.

Akureyri sem í einhverjum erlendum könnunum hefur verið talin eftirsóknasti áfangastaður í heimi og hann ætti að hafa öll tækifæri þegar veirunni slotar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband