Góða ferð innanhúss

Fallega lagið; Góða ferð sem BG & Ingibjörg frá Ísafirði gerðu vinsælt fyrir einhverjum árum hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga að undanförnu. Inntakið í hinum nýja texta við lagið sem fluttur er af landsliði tónlistarmanna ásamt þríeykinu góða & fleirum er að maður hlýði Víði & ferðist innanhúss. Að ferðast innanhúss kemur nú líklega ekki blessaðri ferðaþjónustunni mikið til góða enda erfitt að skipuleggja slíkar ferðir þó hugsanlega megi skipuleggja einhverjar ferðir í sýndarveruleika þó svo maður hafi ekki mikið heyrt talað um það.
Þótt mikið sé um tónleika & aðrar uppákomur í netheimum þessa dagana þá hefur veiran þessi ósýnilegi gestur úr kínaveldi valdið mikilli röskun á daglegu lífi. 
Talandi um ferðaþjónustu þá hafa þau byggðarlög & þau svæði sem mikið byggja á ferðaþjónustu orðið afar illa úti og má af því draga þann lærdóm að ekki eigi að stóla einhvern 1 atvinnuveg. Dæmið suðurnes, þeir settu allt sitt traust á blessaðann herinn þegar hann var og hét þar til hann fór & allt lagðist í rúst. Síðan kom ferðaþjónuastan & það sama gerist aftur. Suðurnesjamenn treystu alltof mikið á að hafa eggin í sömu körfunni & aftur er allt í rúst. Þetta er grátlegt því suðurnes eiga atvinnutækifæri miklu betri en margir aðrir með allann sinn jarðhita & gjöful fiskimið. Að vissu leyti má yfirfæra þetta yfir alla þjóðina. Við verðum að fara hugsa ýmislegt upp á nýtt & við eigum mörg tækifæri þegar upp styttir. Mikil þróun hefur orðið t.d. í rafrænum samskiptum & ekkert kemur í veg fyrir það að það þróist enn meir. Það er mjög umhverfisvænt ef við getum fækkað til muna fundarferðum og hverskonar fyrirgreiðslu sem hægt er að gera auðveldlega á netinu. Jafnvel lækningar er nú orðið hægt að stunda rafrænt upp að vissu marki sem gætu sparað gætu óþarfa sjúkraflutninga. Þessi veira hefur gert ýmsan óskunda en margt bendir til að við getum ýmislegt gott af þessu lært ekki síst í umhverfis- og samskiptamálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband