Hlýðið Víði.

Hlýðið Viði er vinsælasta slagorðið á Íslandi í dag. Þetta slagorð heyrðist fyrst í auglýsingu frá ferðaþjónusuaðilum á Suðurlandi, en þjóðin var fljót að grípa það.

Þessi ágæta lögga er allt í einu orðin hetja, sem enginn vissi hver var áður fyrr, og víst er að lið hans þarna hjá almannavörnum hefur staðið sig með ágætum og allt bendir til þess að mikil skynsemi sé í því að Hlýða Víði og fara til dæmis ekki að ana út á Þjóðvegi jafnveg í blindhríð og óveðri eins og gerðist á Suðurlandi.

 

Þá er auðvitað algjörlega óþarfi að menn séu að drepa eða berja konu sina og mæður, þó að einhver veira sé á kreiki, menn eiga heldur að setjast niður, horfa á góða og gressilega hasarmynd, tefla skák eða hlusta á góða tónlist. Gera eitthvað til að fá útrás. Þetta bölvaða heimilisofbeldi er svo innilega heimskulegt. En sem betur fer virðist meiri hluti þjóðarinnar að standa saman og þreigja Þorran og Góuna fram í vor eða sumar. Fjölmiðlar hafa verið tiltöllega hófsamir þó manni sé aðeins farið að leiðast Covid-talið alltaf. Það er helst að manni finnst þeir of borgarmiðaðir, þar með þeir fjölmiðlar sem allir skattgreiðendur greiða fyrir. Það væri nú helst að Reykvíkingar borgði fyrir sitt eigið útvarp Reykjavík og maður spyr sig af hverju er hvergi hægt að lesa úr prófum fyrir veirunni annarsstaðar en í Reykjavík? Seinkar um sólarhring úr niðurstöðunni þegar þarf að senda sýni frá Akureyri eða Ísafirði og í þessu sambandi dettur manni alltaf í hug af hverju í fjáranum var Kári að byggja erfðagreiningu sína í túnfætti landsspítalans? Hefði hann byggt þetta upp hér á Akureyri væri hér nú sterkt ekki of stór, rólegt, vísindasamfélag. Athygli sem gæti vakið hug um allan heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband