Hann er nokkuð þungur pakkinn sem þingmennirnir okkar eru að bisa við þessa dagana. Þriðji orkupakkinn tekur nokkuð í og sumir eru hreint ekkert áfram um að þessum pakka verði komið til skila. Miðflokksmenn hafa sagt Ingu í flokki fólksins hafa engan áhuga á því að eiga við þennan pakka. Umræðan um þennan pakka hefur að ýmsu leiti verið afar fyndin. Aðal deiluefnið virðist vera það hvort þessi gríða, sem sæstrengur er kallaður, verði þvingaður upp á okkur og það sem er svo hlægilegt er að bæði fylgjendur og andstæðingar pakkans reyna að fullvissa okkur um að engin hætta sé á að þessi gríða geri sig heimakomna en miðflokksmenn telja að pakkinn gefi henni greiða leið. Hvað er svo þessi sæstrengur? Hundurinn til Evrópu, fyrst og fremst þá eru engar líkur á að menn hafi á næstu áratugum áhuga á þessum hundi. Menn virðast í dag horfa mest til vindorku. Þá má og þess geta að auðvitað verði slíkur sæstrengur ekki lagður nema með samningum þar sem um er að ræða framkvæmdar innan íslenskrar efnahagslögsögu. Hitt má svo nefna að vel gæti svo farið að slíkur sæstrengur gæti í framtíðinni orðið hið besta mál og raunverulegt framlag okkar í loftlagsmálum en vera kann að áður en svo verður þá hverfi golfstraumurinn með þeim afleiðingum að Ísland verður að einum jökli með þeim afleiðingum að flytja þurfi þjóðina suður á jótlandheiðar eða eitthvað annað.
Bloggar | 29.8.2019 | 17:11 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Donald Trump er einkar hugmyndaríkur maður svo ekki sé meira sagt. Stundum eru hugmyndirnar sem hann fær svolítið einkennilegar. Hans nýjasta hugmynd, að kaupa Grænland, er sérstaklega einkennileg. Fordæmið er til; bandaríkjamenn keyptu Alaska á sínum tíma af rússum en þá vissi enginn að fólk byggi þar. Þessi viðskipti voru reyndar stórsniðug eins og síðar hefur komið í ljós. Grænland er þó ekki Alaska. Þar býr fólk sem telur hátt í 50 þúsund manns. Trump greyið hefur sennilega staðið í þeirri meiningu að Danmörk ætti grænland en svo er víst ekki því þótt Grænland sé ekki fullvalda ríki þá er það ekki nýlenda Danmerkur heldur í einskonar ríkjasambandi og verður því ekki af hendi látið án þess að íbúarnir verði spurðir og hætt er við að grænlendingar myndu einfaldlega lýsa yfir fullveldi kæmu svona kaup til alvöru umræðu. Trump vantar algjörlega kænsku, hugsanlega gæti hann komist yfir auðlindir Grænlands með því einfaldlega að styðja og styrkja sjálfstæðis hreyfingu Grænlendinga þannig að þeir yrðu fullvalda ríki sem í þakklætisskyni myndu sjálfsagt sem við bandaríkja með um ítök þar. Svolítið svipað gerðu þeir á Íslandi árið 1945. Bandaríkjamenn voru í raun guðfeður íslenska lýðveldissins með þeim árangri að segja má að Ísland hafi verið bandarískt leppríki næstu áratugina þó íslendingar hafi vissulega af mörgu leiti notið góðs af sérréttindum sínum við bandaríkin, samanber flugið og fleira. Það er í rauninni furðulegt hvernig maður með vitglóru á við Trump kemst til æðstu metorða í forysturíki lýðræðis í heiminum. Í dag kaupa menn ekki og selja lönd og fólk, eins og jörð með búfé.
Bloggar | 19.8.2019 | 16:52 (breytt kl. 16:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í ár munu vera 100 ár frá upphafi flugs á Íslandi og var það mikil þjóðfélagsleg bylting þegar flug upphófst hér. Nú lítur þó helst út fyrir að menn ætli að fagna þessu afmæli með því að draga úr þjónustu í innanlandsflugi samfara hækkandi verði. Það virðast vera svo sem einhverjir flugdólgar séu komnir í innanlandsflugið sem ætli óaðvitandi að eyðileggja það. Í stað þess að lækka verð, sérstaklega yfir vetrartíman, og auka þjónustu þá gera menn þveröfugt. Dregið verður úr þjónustu og vélar settar á sölu en halda verðinu háu, reyndar búnir fyrir löngu að verðleggja sig út af markaðnum. Þeir sem það geta eru jafnvel farnir að aka milli landshluta í allskonar færð og veðrum. Markaðsstofa norðurlands benti réttilega á þetta í sprengisandi síðastliðinn sunnudag. Auðvitað hlítur innanlandsflugið að taka breytingum eins og allt annað. Líklega væri eina leiðin til að bjarga því núna að flytja það til Keflavíkur og lækka verðið verulega og treysta á að með flutningnum náist betur að fá ferðamenn til að fljúga innanlands. Það er nefnilega vitað mál að það er mjög þæginlegt að hafa innanlands og millilanda flugvöll á sama flugvelli fyrir ferðamenn. Einnig þarf að auka millilandaflug beint t.d. frá Akureyri. Græna bókin sem kom út um daginn heilbær þvættingur þar sem ekki er gert ráð fyrir fleiri alþjóðaflugvöllum en í Keflavík enda hvað landsbyggðafólk ekkert hafa komið að samningu rits þessa. Maður spyr sig afhverju má t.d. ekki nota bombardiervélarnar sem átti að selja m.a til að hefja millilandaflug milli íslands og grænlands frá ísafirði og flug til færeyja frá Egilsstöðum. En leggja niður flug til þessara staða frá Reykjavík, þannig mætti fjölga farþegum á þessum leiðum. Þetta er ein hugmynd sem mætti reyna en þær eru örugglega miklu fleiri ef einhver metnaður væri til staðar og einhverjir aðrir en núverandi flugdólgar taki við rekstri innanlandsflugsins.
Bloggar | 12.8.2019 | 17:10 (breytt kl. 17:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er eitthvað umrót í sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Heilagur Davíð hefur hnerrað og veldur það skjálfta í flokknum. Hann er nefnilega svolítið farinn að daðra við hinn svokallaða Miðflokk, sem er í rauninni allt annað en slíkir flokkar eru í Evrópu þar sem þeir eru almennt frjálslyndir og evrópusinnaðir. Hér hefur þessi Miðflokkur leitað á við þjóþernisstefnu sem ber dálítið merki popúlisma sem hefur ólgað eins og stórsjór vítt og breytt um heiminn enn berst nú að ströndum Íslands sem dálítið öldugjálfur. Einkenni þessa populisma er einstök þjóðremba sem ekkert á í raun skylt við föðurlandsást því við getum haldið með fótboltaliðinu okkar og tárast yfir þjóðsöngnum þó við lýsum ekki yfir að íslendingar séu bestir í heimi og sjálfsögðu er það heimska eins og sakir standa að hafna 3ja orkupakkanum og setja þar með viðskipti við okkar bestu viðskiptalönd í hættu. Í dag bera allir samábyrgð gagnvart blessaðri jörðinni okkar. Þeir eru samt sem áður til sem trúa öðru eins og geðsjúklingurinn hann Trump, Sigmundur Davíð og nýjasti vinur hans Davíð Oddson, ásamt hinni bláeygðu Ingu Sæland sem áttar sig ekki á því að hún á í rauninni ekkert erindi inn í þennan hóp, hún vill ábyggilega einlæg styðja myndlistamanninn. Með því gerði hún best að ganga við þau öfl í þjóðfélaginu sem berjast fyrir þjóðfélagið sem er í höndum þjóðarinnar allrar en ekki fámennrar klíku okurkarla og braskara sem tröllríða þjóðfélaginu í dag.
Bloggar | 7.8.2019 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhverjir opinberir aðilar gáfu á dögunum út græna bók um mótun flugstefnu á íslandi. Maður veit ekki afhverju bókin er græn nema menn hafi verið að stæra Gaddafi sáluga lýbíu leiðtoga, sem gaf út einhverja græna bók á sínum tíma um íslamskan sósalisma. Þessi græna bók fjallar svosem ekkert um íslenskan sósíalisma heldur á hún að fjalla um mótun flugstefnu sem hvað ekki var til staðar á íslandi. Ef til vill er nokkuð til í því. Flugrekstur á íslandi hefur meira og minna verið handahófskenndur og fyrst og fremst miðaður að því að skila ágóða til þeirra sem hann stunda. Þetta er eftilvill ekki nógu gott í landi sem er svo mjög háð flugsamgöngum, bæði innan og utanlands. Flugfélög hafa komið og farið, stundum hafa þau verið rekin allskyns lukkuriddurum á borð við Skúla og fleiri. Meðal þess sem sagt er í riti þessu er að ekki sé grundvöllur til að reka nema einn alþjóðaflugvöll á íslandi en samt þurfi að efla mikið varaflugvelli, menn átta sig ekki á því að vara flugvellir eru í raun orðnir það fullkomnir að þeir flokkast sem alþjóðaflugvellir enda talað um að setja þá undir stjórn þessa skítafyrirtækis sem Isavia er. Vitanlega er ljóst að það er fyllilega hægt að reka fleiri en einn alþjóðaflugvöll á íslandi, álagið á keflavík er einfaldlega of mikið og ferðamenn dreifast illa um landið. Einmitt nú gæfist gott tækifæri eftir að Wow er farið á hausinn, hér er markaður fyrir annað lággjalda flugfélag og viðskiptatækifæri er augljóslega nóg að slíkt flugfélag yrði rekið frá Akureyri, eftir að súperbreak hætti flugi sínu og í ofanálag ætlar snobbfélag það sem annast innanlandsflug, og búið er að verðleggja sjálft sig útaf markaðinum, ekki að fljúga lengur frá Ak til Kef í vetur. Auðvitað þorir enginn að prófa þetta og þess vegna er hætt við því að græna flugið muni brotlenda áður en það tekst á loft.
Bloggar | 5.8.2019 | 22:48 (breytt kl. 22:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar