Í grein sem ég skrifaði þann 04.04 síðastliðinn um símahleranir og ýmislegt þeim tengt urðu þau leiðu mistök að ég fór rangt með nafn lykilmanns í umræðunni það var ekki Guðjón Friðriksson sem fyrstur fjallaði um hlerarirnar heldur Guðjón Jóhannesson bið ég báða þessa menn innilegrar velvirðinga þeir eru báðir miklir brautriðjandar í íslenkri nútíma sagnfræði.
Reynir Antonsson
Bloggar | 13.4.2007 | 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annar flötur þessa sama máls er í rauninni olíusamráðsmálið. Það er eins og menn haldi í dag að olíusamráðið sé eitthvað nýtt, svo er alls ekki. Upphaflega má rekja það til dálítið furðulegs kerfis sem komið var á þegar olíuviðskipti hófust við Rússa. Svo var látið heita sem íslenska ríkisstjórnin keypti inn olíuvörur frá Rússlandi í skiptum meðal annars fyrir ullarvörur og fisk. Olíukaupasamningur þessi var síðan framseldur eins og það var kallað til olíufélagana þriggja sem eiginlega áttu sér miklu frekar pólitískan uppruna en efnahagslegan. Olíuviðskiptin voru í raun kjarninn í starfsemi að minnsta kosti tveggja stórra efnahags- og stjórnmálaflokka sem ekki kepptu um völdin heldur deildu þeim enda sér hver maður nú hversu asnalegt var að hafa þrjú olíufélög sem keyptu inn olíuna af sama aðila á sama verði og seldu hana síðan neytendum auðvitað á sama verði, öll með stór dreifikerfi og öll með höfuðstöðvar í sama plássinu, gott ef ekki við sömu götuna. Símhleranirnar fyrrnefndu voru í raun aðeins eitt tiltölulega lítið dæmi um það vald sem þessar verslunarklíkur höfðu í þjóðfélaginu. Saga símhlerananna verður ekki slitin úr samhengi við aðra þætti í sögu þeirrar margháttuðu valdníðslu og spillingar sem ríkti hér í marga áratugi eftir stríðið. Alþingi verður að hysja upp um sig buxurnar og gangast fyrir því að okkur verði sögð sagan öll um þetta tímabil. Þjóðin á heimtingu á því.
REYNIR ANTONSSON
stjórnmálafræðingur.
Frá Reyni Antonssyni:
Bloggar | 4.4.2007 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar