Gamaldags

Íslenska okursamfélagið er alveg óskaplega gamaldags að mörgu leyti. Þversögnin er sú að Íslendingar eru ein tækjaglaðasta þjóð í heimi og líklega er skjágláp hvergi meira en hér á landi. Hvort sem það er þess vegna eða vegna annarra ástæðna þá er þjóðfélagið óskaplega gamaldags. Við erum með miðstýrt en samt afar flókið stjórnkerfi. Við erum með kjaramál eins og fyrir mörgum áratögum þar sem menn semja fyrst og fremst um verðbólgu á meðan þjóðfélaginu er stýrt af gamaldags hagsmuna poturum í atvinnulífinu, sem fyrst og fremst hugsa um að græða peninga. félagslega kerfið hér er fyrst og fremst í þágu ríkiskassans en ekki skjólstæðinga sinna. Nýjasta dæmið er það hvernig hinn vinstri græni félagsmálaráðherra ætlar að takmarka aðgengi að sjúkraþjálfurum með því að fækka þeim skiptum sem að ríkið niðurgreiðir. Á sama tíma og menn eru að hugsa um einhvern margmiljarða spítala sem aldrei verður hægt að reka vegna skorts á starfsfólki. Landsbankinn okkar blessaður eyðir 9 milljörðum í nýjar höfuðstöðvar í stað þess að eyða þeim í eitthvað sem gagnast okkur öllum vel, þar hafa menn líklega aldrei heyrt getið um rafræn viðskipti. Þá er vert að minnast á sjálft ríkisútvarpið sem telur sig enn vera í hlutverki eins konar bónda sem að dæmir höfuðborgarmenningunni til sveitabarnsins á hundaþrúgunum svo hann riðjist ekki allur á mölina en flökkusaga segir að einhver ráðherra að ég held Tryggvi Þórhallsson hafi sagt þetta á sínum tíma. Það er eins og sá hluti sem ekki býr þarna eigi sér enga menningu eða reisn. Og meðan steinsteypu fjöllin rísa og risa hraðbrautirnar teygja sig í ymsar áttir eykst koltvísíringurinn í loftinu, veður gerast válynd og við stefnum að ragnarrökum.


Bloggfærslur 20. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband