Fíflalæti

Söngvakeppni sjónvarpsins, sú sem er hinn árvissi undanfari júróvisjón poppsins, stendur nú sem hæst. Að sjálfsögðu sitja allir límdir við skjáinn og bíða eftir úrslitunum. Því miður verður að segjast að í ár hefur keppnin að sumu leiti þróast upp í fíflalæti. Maður heyrir fólk arga og garga mest í útsendingunni svo vart má heyra það sem fram fer. Það má segja að útkoman sé ekki sú versta sem búast mátti við, besta lagið er ennþá inni en hvort það stendur sig í þessari miklu fjölskyldu skemmtun, sem úrslita kvöldið á að verða. Maður spyr sig hvers vegna þessi undankeppni þarf að vera einhver hátíð fyrir reykvískar kjarnafjölskyldur. Þeirri hugmynd er hér varpað upp hvort ekki mætti færa keppnina meira út í landshlutana. Til dæmis að forkeppnir yrðu haldnar á 2-3 stöðum á landinu. Aðal atriðið er það þó að við veljum atriði sem verður okkur ekki til skammar þó svo við vonandi vinnum ekki júróvisjón þar sem við höfum enga innviði á landinu til að taka við slíkum viðburði. Þessir innviðir eru eftirvill til á mesta þenslusviði landsins en nánast engir utan þess þannig að álagið yrði of mikið. Áður en við tökum í júróvisjón þurfum við að byggja upp innviði allstaðar á landinu.


Bloggfærslur 16. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband