Hálf-sigur Hatara

Hatarar snéru heim sem hetjur, útvarpsstjóri og margir mættir í Leifsstöð að taka á móti hópnum og mikið um húllumhæ. Segja má að þeir hafi orðið okkur frekar til sóma en hitt, þó svo að framkoma þeirra hafi eðlilega valdið deilum. Það er nefnilega svo að það er ekki það að þeir skuli hafa veifað palestínskri dulu framan í evrópu, heldur er kjarninn hegðun ísraels manna í palestínu, sem að sjálfsögðu er óásættanleg. Þetta var ekki móðgun við keppnishaldara sem slíka heldur við stjórnvöld þess lands sem keppnina hélt, manni finnst frekar fáránlegt að þessir menn skuli hafa verið kallaðir gyðingahatarar, það er rökleysa þar sem hegðunin gagnvart palestínu mönnum á ekkert skilt við hatur heldur er hér að ræða grófa aðskilnaðarstefnu. Maður óskar þess oft að ísraelsmenn fari að sýna skynsemi frekar en að skjóta úr byssum á unglinga sem kasta grjóti, að þeir reynifrekar að ræða saman og finna flöt á málinu, meirihlutinn vill lifa í friði og sátt með guði og mönnum en það að hatari skuli hafa komið þessum boðskap á framfæri og að hann skuli hafa vakið athygli er að minnsta kosti hálfur sigur fyrir þá.


Fljúgandi þingmenn

Nokkur umræða hefur skapast, undanfarna daga, um notkun þingmanna á flugi sem samgöngumáta, annars vegar vegna þeirrar kaldhæðnislegu staðreyndar að þingmenn vinstri grænna reynast duglegastir að fljúga, þrátt fyrir umræðuna um hversu umhverfislega óhagstætt flug er, og hinsvegar vegna þessa álits siðanefndar um að umræðuefni tiltekins þingmanns um fjárdrátt í tengslum við flug á kostnað þingsins. Reyndar virðist siðanefndin hafa meiri áhuga á ummælum pírata þingkonunnar heldur en hugsanlegu misferli þingmannsins. Gott ef þessi þingmaður er ekki sá sami og eitt sinn komst í fréttirnar þegar hann greiddi sér arð af tapi úgerðarfyrirtæki sínu, sem hvað víst að vera ólöglegt. Menn ofmeta eftirvill þátt flugs í gróðurhúsaáhrifunum, allavega er ljóst að við þurfum að nota flug meira en aðrar þjóðir sökum þess að við erum eyþjóð og verðum að beina umhverfisvernd í aðrar áttir, en óþarfi er þó að flugfélögin veiti vildarpunkta vegna eldsneytiskaupa á bíla. Það má eftil vill draga úr þessum flugferðum þingmanna þrátt fyrir það hversu stórt og víðfermt landið er en öll stjórnsýslan á útkjálka, ef maður skoðar íslandskort, þannig mætti hugsanlega fækka þingmönnum verulega og fækka þeim málum sem þeir þurfa að sjá um og efla völd héraðsþinga í staðinn, önnur leið væri að alþingi yrði framvegis háð á nokkrum stöðum á landinu, þetta ætti mjög vel að vera hægt að gera tæknilega í dag með fjarfundabúnaði tölvutækni og sýndarveruleika. Hinar nýju tækniframfarir gera mögulegt að spara mikið á þessu sviði, en menn eru mjög tregir að breyta nokkru í átt til framfara.


Bloggfærslur 22. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband