Óbein kostun

Á miðvikudögum er í sjónvarpi allra landsmanna þátturinn Sunnudags kiljan. Rétt og sagt er í kynningunni er það "ómissandi þáttur fyrir bókaunnendur". Eitt er þó athyglisvert í sambandi við þátt þennann en það er að á undan honum og eftir er alltaf sama auglýsingin frá ákveðinni bókaverslun. Einhvernveginn þá finnst manni þetta lykta örlítið af kostun, þó að hún sé falin undir yfirskyni auglýsingar. Þetta leiðir hugann að hlutverki okkar ástsæla ríkisútvarps. Maður spyr sig hvort skattgreiðendur þessa lands beri einhver skylda til að fjármagna stöð sem stendur í harðvítugri samkeppni á auglýsingamarkaði höfuðborgarsvæðisins og dettur manni sérstakleg í hug rás 2 í þessu sambandi. Svo virðist sem hún sé orðin í dag eitt alsherja svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis og sé eiginlega í engu frábrugðin bylgjunni og öðrum einkastöðvum. Maður skilur ekki alveg tilganginn með tilveru hennar, ekki er hér þó verið að leggja til, eins og hjá ungu frjálshyggju krökkunum, að hún verði seld heldur að henni verði skipt upp í 3 stöðvar; á Akureyri, Ísafirði og Egilstöðum með einhverri samvinnu á milli. Þess má einnig geta að ávarpið "útvarp Reykjavík" mætti gjarna verða kvatt með ávarpi útvarpsstjóra á gamlárskvöldi. Vonandi hefur útvarpsstjóri ekki alveg látið glepjast að ljósadýrðinni fyrir sunnan eftir að hann flutti frá Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband