Þá er búið að bera þjóðarkökuna fram og menn eru byrjaðir að rífast um það hvernig henni skuli skipt, hverjir fái vænustu sneiðarnar. Sumir vilja þó ekkert hugsa um að skipta þessari köku eins og hún er heldur stækka hana og sjá þá hvernig henni verði best skipt. Það er þetta eilífa pex og rifrildi um þessa blessuðu köku sem öllum þykir afar bragðgóð. Vissulega eru kjaramálin alltaf erfið viðfangs, ekki síst í þessu íslenska okursamfélagi. Róttækir verkalýðsleiðtogar vilja ólmir semja um verðbólgu en aðrir vilja fara sér hægar og feta einhverja skynsamlega slóð. En einhvernvegin finnst manni menn alltaf missa sjónar á hinu raunverulega þjóðfélagsmeini sem þetta dæmalausa okursamfélag er drifið áfram af, það er þessum krónuvesalingi sem menn nýðast stöðugt á þegar fólk reynir að ná sér í einhverja hungurlús í kauphækkun. Auðmenn fá gengisfellinguna strax bætta með því að hækka sína taxta en almenningur situr í súpunni. Væri nú ekki ráð að fólk tæki höndum saman og reyndi að koma okrinu burt og semja um stöðugleika, lægri vexti, ókeypis heilbrigðiskerfi og réttlátari skatta. Það græða allir á betra Íslandi.
Flokkur: Bloggar | 16.1.2019 | 19:50 (breytt kl. 19:50) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.