Það er verið að ræða samgönguáætlun og nýjasta vendingin í því máli er þessi hugmynd með veggjöld. Veggjöld geta svo sem verið góð og blessuð ef flýta þarf fjárfrekum framkvæmdum. Gott dæmi um þetta eru hvalfjarðargöngin, auðvitað, og svo Vaðlaheiðagöngin þótt innheimta veggjalda þar hafi verið hið mesta klúður í upphafi. Það að setja veggjöld til að framkvæma einstaka hluti eins og þessar hraðbrautir út af Reykjavík er dáldill annar hlutur. Nú skal viðurkennast að fólk sem vill endilega búa á þessu dýra streytuvaldandi mengunarsvæði verður auðvitað að bera af því kostnaðinn. Það er varla hægt að ætlast til að gera það dýrari kost fyrir sveitavarginn að sækja þangað þjónustu. Auk þess sem að hraðbrautir kalla ef eitthvað er á aukna bílaumferð sem ekki er neitt sérstaklega umhverfisvæn eins og við vitum öll. Þetta með húsnæðistillögunum virðist aðeins verða til að staðfesta ákveðna kerfisstöðu. Menn eru að byggja þarna upp gríðarstórt atvinnusvæði frá Borgarnesi í vestri til Helli í austri. Auðvitað hefðu menn átt að skoða öll þessi mál í samhengi. Efla hefði þurft fleiri atvinnusvæði og setja í þau fjármagn. Til dæmis er Eyjafjarðasvæðið frá Siglufirði að húsavík orðið öflugt sjálfbært atvinnusvæði og því svæði mætti einnig huga að norðanverðum vestfjörðum og miðausturlandi. Í stað þessarar samgöngu vitlausu sem að Sigurður ætlar að keyra í gegn þyrfti að koma skipulag sem bigðist á byggingu sjálfbærra atvinnusvæða sem víðast um landið í stað mengandi umferðarkraðaks á suðvesturhorninu.
Flokkur: Bloggar | 29.1.2019 | 22:44 (breytt kl. 22:44) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.