Hvíta teppið

Hið hvíta teppi vetrarins liggur nú yfir landinu. Undir því hvílir gróðurinn og sefur rótt en hann vaknar vonandi að vori. Vissulega veitir þetta hvíta teppi gróðri landsins skjól og hlýju og það gleður margan manninn að renna sér á því á skíðum sínum og snjóbrettum. Þetta teppi er þó ekki með öllu gallalaust. Þannig á það til að vöðlast mjög upp, til að mynda hjá fólki sem á erfitt með gang og veldur það meðal annars allt að því innilokun hjá fólki í hjólastólum. Ekki bætir úr skák að hálka er mjög til trafala. Stundum finnst manni líka sem bæjaryfirvöld séu ekki mjög dugleg að greiða för fólks þannig er miðbærinn oft svo illa mokaður að ekkert aðgengi er að veitingastöðum og annarri þjónustu og P-merkt stæði eru oft stórhættuleg vegna þess þau eru hálkuvarin. Í sumum löndum, til að mynda Svíþjóð, fær aldrað og fatlað fólk stuðning frá ríkinu til að dvelja í sólarlöndum yfir hörðustu vetrarmánuðina. Á Íslandi ber slíkt vott um frekju að minnast á slíkt. Hér eru menn eyðandi peningum í að borga laun bankastjóra eða að byggja hallir upp á marga milljarða yfir verðlausar krónurnar sínar í stað þess að losa það fólk sem erfitt á undan hvíta teppinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband