Svínvetningabraut

Það er mikið rætt um samgöngumál þessa dagana og sýnist sitt hverjum. Í öllu talinu minnist enginn á lagningu Svínvetningabrautar sem sagt er að sé ein arðbærasta framkvæmd í vegamálum sem hægt er að ráðast í. Þessi leið kvað stytta hringveginn um 16km en hefur að vísu þann ókost að Blönduós verður ekki lengur í þjóðbraut og hefur þrýstingur þaðan valdið því að ekki hefur verið rætt þann möguleika, sem vel væri þó hægt að framkvæma og greiða með vegtollum. Menn verða að hugleiða það að útfrá umhverfisverndar og sparnaðar sjónarmiðum lítur markmiðið með samgöngubótum fyrst og fremst að tryggja öryggi samgangna og stytta vegalengdir. Í þessu sambandi má nefna að auðvitað verða tröllaskagagöng gerð þó það verði ef til vill fyrr en eftir 15 til 20 ár. Menn einblína á þetta svæði í kringum höfuðborgina, einfaldasta leiðin til að laga hlutina þar væri að gera samgöngu innan þess svæðið gjaldgrjálsar og þá afla jafnvel til þess fjármagns með einhverskonar gjaldi fyrir notkun á þessum samgöngum af skattfé og borgarlínan eins og hún er hugsuð í dag er hérna engin lausn. Að hún geti verið umhverfisvæn lausn, er hún álíka fjarlægur möguleiki og til dæmis tröllaskagagöngin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband