Meðal efnis í umdeildri samgönguáætlun sem er víst búið að afgreiða er lagt til að innanlandsflug verði að helmingi niðurgreitt fyrir íbúa í yfir tiltekinni fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er auðvitað mjög gott og blessað útaf fyrir sig þó manni hefði fundist að fljótvirkara hefði verið að aflétta einokun á innanlandsflugi sem er í höndum þessa flugfélags sem búið er að taka sér fínt enskt nafn, þó þess hlutverk sé að annast þjónustu á íslandi en þeir horfa bara á túristan. Fljótvirkasta leiðin væri að koma á samkeppni að minnsta kosti á helstu leiðum. Þessi niðurgreiðsla hefur nefnilega þann ókosts að menn veigra sér við að flytja nauðsynlega þjonustu út í landshlutana sem um ræðir. Framsóknarmenn hreykja sér sérstaklega að því að nú eigi sveitavargurinn greiðari leið í höfuðborgina. Einhvernveginn fyndist mér skynsamlegra að verja þessu fjármagni í að efla sterka þjónustukjarna í landshlutunum sem hefði sem mest sjálfræði og að gera landshlutana sem mest sjálfbæra. Hvað framtíð innanlandsflugsins varðar þá finnst manni einsýnt að það verði í framtíðinni flutt til keflavíkur og hraðlest knúin rafmagni tengi Keflavík við Reykjavík. Í Vatnsmýrinni muni svo rísa vistvæn byggð. Eins og stendur er innanlandsflugið mjög vanþróað og til að bæta reksturinn fækkar enska nafnið bara ferðum og minnkar sætaframboð til að halda okrinu uppi afslættir fyrir aldraða og öryrkja heyra sögunni til en einstaka sinnum er veittur 99% aflsáttur fyrir börn, eins og börn séu fátækustu Íslendingarnir.
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.