Ómanneskjulegt

Hið, að mörgu leiti, fyrirséða gjaldþrot Wow er verður að teljast nokkuð gott sýnishorn af því hversu íslenskt þjóðfélag er að mörgu leiti ómanneskjulegt og hversu mjög eigingirni og græðgi veður hér uppi. Varla var liðinn sólarhringur frá þessu þegar fargjöld til útlanda tóku að snarhækka og meirað segja ódýru sætinn hækkuðu skyndilega. Maður hefur haft spurnir af fólki sem hefur hætt við utanlandsferðir og að minnsta kosti eitt íþróttalið er mér kunnugt um sem hugsanlega verður að hætta við æfingaferð til Hollands þar sem helmingurinn var búinn að kaupa farmiða með wow og hinn helmingurinn gat bara fengið fokdýr fargjöld með Iceland air til amsterdam. Maður skilur ekki að Icelandair skuli ekki sýna þann þegnskap og hjálpa fólki og stilla verðhækkunum í hóf í kjölfar þessa. En við þekkum þessa menn svosem sem eigendur einokunarinnar í innanlandsflugi en talsmaður okurstefnunnar þar, Jón Karl Ólafsson, hefur mikið verið í fréttum í kringum þetta gjaldþrot og eiginlega hlakkað í honum. Þá er ótalinn hin hliðin, allur þessi gífurlegi fjöldi sem missir vinnuna, ekki síst á suðurnesjum, þar sem möguleg og ómöguleg fyrirtæki draga saman eða leggja upp laupana. Stjórnvöld virðast hvorki hafa vilja né getu til þess að reyna að milda höggið. Það sem auðvitað þarf að gera er að reyna að stuðla að því að nýr aðili komi inn á markaðinn, til að fylla tómið sem Wow skilur eftir sig, stuðla þessar kolvitlausu fjárfestingar í ferðaþjónustu, 1300 hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu sem eru í uppbyggingu þyrfti frekar að breyta í íbúðahúsnæði, síðast en ekki síst þurfa allir aðilar að koma saman og efna í nýja þjóðarsátt. Þjóðfélagið hefur engin efni á því að steypa sér í verkfall og enn síður á því að hafa stórann hóp undirmálsfólk og fátæklinga. Skapa þarf þjóðarsátt svo bægja megi kreppueinkennunum frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband