Hundrað milljarða umhverfisslys

Að undanförnu hafa verið sýndir þættir á Rúv á sunnudagskvöldir, mjög athyglisverðir, um umhverfismál. Þessir þættir fylla mann stundum dálítilli svartsýni þar sem þeir sýna okkur og hversu fáránlega lítið við gerum í umhverfismálum. Ef eitthvað má að þessum þáttum finna þá er þeir eftil vill örlítið höfuðborgarmiðaðir, eins og svo margt í þessu ágæta ríkissjónvarpi okkar, en í þessu tilfelli kann það að vera réttlætanlegt því segja má að eftil vill sé höfuðborgarsvæðið stærsta umhverfisvandamál okkar Íslendinga. Í þetta svæði á að setja 100 milljarða, meðal annars í samgöngur. Borgarlínan, sem manni þykir ekki vera umhverfisvæn eins og henni er líst, því hana á ekki að því virðist að knýja með umhverfisvænu eldsneyti eða láta hana ganga á teinum, þannig að maður sér ekki hvað vinnst. Auðvitað væri miklu gáfulegra, og ætti að gera strax, að gera almennissamgöngur þarna gjaldfrjálsar og auðvitað ætti að fara að gera einhverja alvarlega hluti til að ræða um það hvernig við bregðumst við í framtíðinni þegar loft hitnar. Menn vita að innan 100 ára mun t.d. allur miðbær Reykjavíkur lenda undir vatni en samt er fjárfest í gríð og erg í steinsteypu á þessu svæði. Engin áætlun er til um það hvernig rýma skuli landið til að mynda ef að slökknar á golfstraumnum. Það ætti að setja á fót hlutlausan sérfræðinga hóp til að skoða þær sviðsmyndir sem blasa við á næstu áratugum svo bjarga megi íslenskri þjóð frá alvarlegri kreppu ef ekki tortrýmingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband