Fjölmiðlasirkus

Það var verið að undirrita kjarasamninga fyrir nokkrum mínútum, að undangengnum þessum hefðbundna fjölmiðlasirkus sem byrjaði eiginlega að fullum krafti fyrir um það bil einum sólarhring, þegar búið var að blása til fjölmiðlafundar með forsætisráðherra og forkólfum aðila vinnumarkaðarins. Síðan hefur þessum fjölmiðlafundi ítrekað verið frestað. Alltaf á eftir að ljúka einhverjum smáatriðum, maður spyr sig hvort núna sé deilt um hvort setja eigi kommu hér eða þar eða hvort eigi að segja örugglega eða hugsanlega á öðrum stöðum. Það er allavega ljóst að verið er að karpa um einhvern titlingaskít á síðustu metrunum líkt og venjulega. Ekki er enn orðið ljóst hvað í samningnum fellst í smáatriðum, menn fara frjálslegum orðum um lífskjarasamning og allir dásama hversu stórkostlegur hann verður en vitanlega verður ekki samið um þau grundvallaratriði sem þarf um að semja og vísast að þessi samningur muni á fáeinum mánuðum brenna upp og verða að raunum eldsneyti á núverandi verðbólgubál þar sem fyrsta fórnarlambið verður auðvitað vesalings krónan okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband