Götótt velferð

Hún er svolítið götótt velferðin sem samið var um á dögunum. Þetta kom berlega í ljós í kastljós þætti kvöldsins í kvöld. Þar var rakin saga 9 ára drengs frá Vestmannaeyjum sem ekki fær greidda meðferð vegna tannholds vandræða frá sjúkratryggingum. Svo hlálega vill til að þegar drengurinn kemst á unglingsaldur og þessi galli veldur eftil vill alvarlegum líkamslítum þá munu sjúkratryggingar greiða helmingi meira fyrir aðgerðina, sérkennileg leið til að spara peninga. Konukind sú sem var til svara fyrir sjúkratryggingar var öll þrælbundin í lög og reglugerðir af öllu tagi sem hún hefur sennilega skilið minnst í sjálf og auðvitað skilur hún ekki þau grundvallaratriði að lög og reglur eru ekki til þess gerð að spara eitthvað fyrir ríkiskassann hans Bjarna Ben. Lög og reglur eiga auðvitað fyrst og fremst að þjóna þeim tilgangi að vera til verndar almenningi gagnvart handhöfum valdsins. Þau eiga að hamla misbeitingu þess en ekki stuðla að henni. 8 milljónir skipta máli fyrir langveikt barn en ekki svo miklu máli fyrir byggingu nýja fína spítalans hennar Svandísar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband