Loftslagsþættir ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldum er allrar athygli verðir þó svo að margt sem þar er sagt sé eins og blaut tuska sem varpað er framan í mann. Maður fyllist stundum óskaplegri svartsýni þegar maður heyrir heimsendaspárnar sem þarna koma stundum. Sunnudaginn 7. apríl var einn slíkur þáttur á dagskrá en svo kaldhæðnislegt sem það nú er þá var þar á undan sýndur langur auglýsingapakki þar sem bensínfrekir sportjeppar af ýmsu tagi voru mjög áberandi og manni var hugsað til þess hversu mörgum milljörðum við fórnum á hverju ári á altari hinnar kolefnispúandi heilögu blikkbelju. Á sama tíma erum við að eyða tímanum á alþingi í að ræða hinn svokallaða 3. orkupakka. Vekur það athygli að helstu andstæðingar innleiðingar hans eru helstu fulltrúar þjóðrembu poppulismans á Íslandi, miðflokkurinn og flokkur fólksins hennar Ingu Sælands. Þetta fólk óttast mjög fullveldisafsal ef evrópusambandi fari að hluta sér til um orkumál en fylgjendur segja að það gerist aðeins ef við leggjum sæstreng til evrópu og slíkt þurfi alþingi að samþykkja. Hér stendur einmitt hnífurinn í kúnni, í umhverfislegu tilliti er það örugglega hið besta mál að við leggjum slíkan streng og slíkt myndi td gjörbreyta málum fyrir færeyinga. Þetta kynni að hækka orkuverð á Íslandi en maður spyr sig hvort það sé ekki til vinnandi ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálar þess að vistvænir orkugjafar verði meira notaðir í Evrópu. Við stöndum frammi fyrir því að í loftlagsmálum er ekkert til í rauninni sem heitir fullveldi, mannkynið allt verður að berjast saman gegn þessarri vá. Svo spyr maður að lokum; væri ekki ástæða til að setja bann við auglýsingum á bensínfrekum bílum eins og bannað er að auglýsa áfengi því það skaðar einstaklinga og fjölskyldur, misnotkun bensíns og olíu skaðar allt mannkynið.
Flokkur: Bloggar | 13.4.2019 | 22:44 (breytt kl. 22:44) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.