Miðflokkar fóru ekkert sérlega vel út úr kostningum til Evrópuþingsins en þeir eru að sönnu ekki það sama og Miðflokkurinn hér á Íslandi. Yfirleitt eru miðflokkar frjálslyndir markaðshyggjuflokkar sem mjög eru hlynntir Evrópusamvinnu. Sá Miðflokkur, sem svo kallast hérlendis, er af töluvert öðru sauðahúsí. Þessi flokkur, sem upphaflega er stofnaður í kringum persónu Sigmundar Davíðs, er mjög einangrunarsinnaður og daðrar við þjóðernispopulisma. Sú þróun var reyndar byrjuð innan framsóknarflokksins meðan Sigmundur var þar formaður, samanber moskumálið í Reykjavík. Í dag stendur þetta fyrirbæri eitt uppi og heldur uppi málþófi gegn hinum svokallaða 3.orkupakka og er þegar búin að halda að sögn uþb 90 ræður, og enginn veit hvort þær séu endurtekningar á öðrum ræðum. Rök, reyndar öll uppurin, og nýjasta útspilið er að tala um að 4.orkupakkinn kunni ekki að standast stjórnarskrá Noregs, því miður er nú ekki einu sinni farið að fjalla um þenna 4.orkupakka í Noregi. Sigmundur greyið hefur þarna farið heldur betur fram úr sjálfum sér. Það eru reyndar allir orðnir þreyttir á þessu málþófi, meirað segja Inga Sæland. En Steingrímur þorir ekki að stoppa málþófana með því að beyta 71. greininni af ótta við að skapa fordæmi. Það verður þó að segjast að þetta málþóf á sér engar hliðstæður. Steingrímur hefur sjálfur vissulega oft beitt málþófi með stjórnarandstöðu eða öðrum, en þetta málþóf er þó ólíkt þar sem örlítill hluti þingmanna beytir því. Besta lausnin nú væri sú að Steingrímur beytti 71.greininni og stöðvaði málþófana en að strax næsta haust verði þingsköpun breytt svo uppákomur sem þessar verði ekki. Annað hvort með því að 2/3 hluti þingmanna geti stöðvað umræður um mál eða heimild verði til þess að tiltekin fjöldi þingmanna geti skotið málinu til þjóðaratkvæðis.
Flokkur: Bloggar | 28.5.2019 | 22:44 (breytt kl. 22:44) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.