Grilljón ástæður

Margt vísdómsorðið má heyra í auglýsingum og stundum verður þar miklar og merkilega upplýsingar. Þannig hefur verslunarkeðjan Krónan allt í einu uppgötvað nýja mælieiningu í stærðfræði, þ.e.a.s. grilljón. Ekki er mér kunnugt um hvað talan grilljón táknar hvort það er meira en trilljón eða skrilljón en allavega er talað þarna um grilljón ástæður til að grilla. Þá má stundum heyra vísdóm á borð við það að þegar ein skyndibitakeðjan auglýsir þriðjudagstilboð á þriðjudögum, auðvitað gefur það auga leið á hvaða dögum það tilboð er á boðstólnum. Ein keðjan segir svo að vatn sé besti drykkurinn en sumir eru bara hógværir og láta sér nægja að nefna nafnið sitt í auglýsingu sem auðvitað er borgað fyrir. Undantekningar eru að vísu til frá þessu þannig er eftirminnileg auglýsingin frá útvegsbankanum þar sem sýnt var í örmynd hvernig þorskur er veiddur og verður að krónum og margir muna eftir síðustu kvöldmáltíðinni í boði símans fyrir nokkrum árum á páskum. Heilt á litið virðast manni auglýsingar ósköp andlausar og frekar leiðigjarnar. Þær skapa samt peninga og þess vegna keppa fjölmiðlar um að flytja þær flest öllum til ama nema stundum krökkum sem finnst þetta besta barnaefnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband