Einhverjir opinberir aðilar gáfu á dögunum út græna bók um mótun flugstefnu á íslandi. Maður veit ekki afhverju bókin er græn nema menn hafi verið að stæra Gaddafi sáluga lýbíu leiðtoga, sem gaf út einhverja græna bók á sínum tíma um íslamskan sósalisma. Þessi græna bók fjallar svosem ekkert um íslenskan sósíalisma heldur á hún að fjalla um mótun flugstefnu sem hvað ekki var til staðar á íslandi. Ef til vill er nokkuð til í því. Flugrekstur á íslandi hefur meira og minna verið handahófskenndur og fyrst og fremst miðaður að því að skila ágóða til þeirra sem hann stunda. Þetta er eftilvill ekki nógu gott í landi sem er svo mjög háð flugsamgöngum, bæði innan og utanlands. Flugfélög hafa komið og farið, stundum hafa þau verið rekin allskyns lukkuriddurum á borð við Skúla og fleiri. Meðal þess sem sagt er í riti þessu er að ekki sé grundvöllur til að reka nema einn alþjóðaflugvöll á íslandi en samt þurfi að efla mikið varaflugvelli, menn átta sig ekki á því að vara flugvellir eru í raun orðnir það fullkomnir að þeir flokkast sem alþjóðaflugvellir enda talað um að setja þá undir stjórn þessa skítafyrirtækis sem Isavia er. Vitanlega er ljóst að það er fyllilega hægt að reka fleiri en einn alþjóðaflugvöll á íslandi, álagið á keflavík er einfaldlega of mikið og ferðamenn dreifast illa um landið. Einmitt nú gæfist gott tækifæri eftir að Wow er farið á hausinn, hér er markaður fyrir annað lággjalda flugfélag og viðskiptatækifæri er augljóslega nóg að slíkt flugfélag yrði rekið frá Akureyri, eftir að súperbreak hætti flugi sínu og í ofanálag ætlar snobbfélag það sem annast innanlandsflug, og búið er að verðleggja sjálft sig útaf markaðinum, ekki að fljúga lengur frá Ak til Kef í vetur. Auðvitað þorir enginn að prófa þetta og þess vegna er hætt við því að græna flugið muni brotlenda áður en það tekst á loft.
Flokkur: Bloggar | 5.8.2019 | 22:48 (breytt kl. 22:48) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.