Flugdólgar

Í ár munu vera 100 ár frá upphafi flugs á Íslandi og var það mikil þjóðfélagsleg bylting þegar flug upphófst hér. Nú lítur þó helst út fyrir að menn ætli að fagna þessu afmæli með því að draga úr þjónustu í innanlandsflugi samfara hækkandi verði. Það virðast vera svo sem einhverjir flugdólgar séu komnir í innanlandsflugið sem ætli óaðvitandi að eyðileggja það. Í stað þess að lækka verð, sérstaklega yfir vetrartíman, og auka þjónustu þá gera menn þveröfugt. Dregið verður úr þjónustu og vélar settar á sölu en halda verðinu háu, reyndar búnir fyrir löngu að verðleggja sig út af markaðnum. Þeir sem það geta eru jafnvel farnir að aka milli landshluta í allskonar færð og veðrum. Markaðsstofa norðurlands benti réttilega á þetta í sprengisandi síðastliðinn sunnudag. Auðvitað hlítur innanlandsflugið að taka breytingum eins og allt annað. Líklega væri eina leiðin til að bjarga því núna að flytja það til Keflavíkur og lækka verðið verulega og treysta á að með flutningnum náist betur að fá ferðamenn til að fljúga innanlands. Það er nefnilega vitað mál að það er mjög þæginlegt að hafa innanlands og millilanda flugvöll á sama flugvelli fyrir ferðamenn. Einnig þarf að auka millilandaflug beint t.d. frá Akureyri. Græna bókin sem kom út um daginn heilbær þvættingur þar sem ekki er gert ráð fyrir fleiri alþjóðaflugvöllum en í Keflavík enda hvað landsbyggðafólk ekkert hafa komið að samningu rits þessa. Maður spyr sig afhverju má t.d. ekki nota bombardiervélarnar sem átti að selja m.a til að hefja millilandaflug milli íslands og grænlands frá ísafirði og flug til færeyja frá Egilsstöðum. En leggja niður flug til þessara staða frá Reykjavík, þannig mætti fjölga farþegum á þessum leiðum. Þetta er ein hugmynd sem mætti reyna en þær eru örugglega miklu fleiri ef einhver metnaður væri til staðar og einhverjir aðrir en núverandi flugdólgar taki við rekstri innanlandsflugsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband