Ekki Alaska

Donald Trump er einkar hugmyndaríkur maður svo ekki sé meira sagt. Stundum eru hugmyndirnar sem hann fær svolítið einkennilegar. Hans nýjasta hugmynd, að kaupa Grænland, er sérstaklega einkennileg. Fordæmið er til; bandaríkjamenn keyptu Alaska á sínum tíma af rússum en þá vissi enginn að fólk byggi þar. Þessi viðskipti voru reyndar stórsniðug eins og síðar hefur komið í ljós. Grænland er þó ekki Alaska. Þar býr fólk sem telur hátt í 50 þúsund manns. Trump greyið hefur sennilega staðið í þeirri meiningu að Danmörk ætti grænland en svo er víst ekki því þótt Grænland sé ekki fullvalda ríki þá er það ekki nýlenda Danmerkur heldur í einskonar ríkjasambandi og verður því ekki af hendi látið án þess að íbúarnir verði spurðir og hætt er við að grænlendingar myndu einfaldlega lýsa yfir fullveldi kæmu svona kaup til alvöru umræðu. Trump vantar algjörlega kænsku, hugsanlega gæti hann komist yfir auðlindir Grænlands með því einfaldlega að styðja og styrkja sjálfstæðis hreyfingu Grænlendinga þannig að þeir yrðu fullvalda ríki sem í þakklætisskyni myndu sjálfsagt sem við bandaríkja með um ítök þar. Svolítið svipað gerðu þeir á Íslandi árið 1945. Bandaríkjamenn voru í raun guðfeður íslenska lýðveldissins með þeim árangri að segja má að Ísland hafi verið bandarískt leppríki næstu áratugina þó íslendingar hafi vissulega af mörgu leiti notið góðs af sérréttindum sínum við bandaríkin, samanber flugið og fleira. Það er í rauninni furðulegt hvernig maður með vitglóru á við Trump kemst til æðstu metorða í forysturíki lýðræðis í heiminum. Í dag kaupa menn ekki og selja lönd og fólk, eins og jörð með búfé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband