Lautarferð í stofunni.

Verslunarkeðja ein fyrir sunnan er á fullu búin að auglýsa lautarferð í stofunni. Ekki kemur fram í auglýsingunni hvernig þessi lautarferð skuli hátta og sem betur fer er nú aðeins að byrja að rætast úr þessu þannig að menn eru loksins að byrja að geta farið í alvöru lautarferðir að minnska kosti innan lands. Jú kjörorðið er ,,Ferðumst innanlands í sumar" útlönd eru hvort sem er að mestu lokuð í augnablikinu og nokkur óvissa hvenær þau opnast. Menn hafa þó ekki haft miklar áhyggjur af því að fólk geti ferðast til útlanda heldur er stöðugt hamlað að því hversu erfitt verður fyrir ferðaþjónustu að fá enga útlendinga til landsins. Allt í einu kemur í ljós að ferðaþjónusta á Íslandi er alls ekki fyrir Íslendinga, hún er svo dýr að Íslendingar geta ekki nýtt sér hana sem skyldi, hvað sem 5000 kallinum hans Bjarna líður. Það kemur fram að margir ferðaþjónustuaðilar hyggjast frekar loka en að hafa opið fyrir þennan litla íslenska markað. Vandinn er sá að við höfum verðlagt okkur sjálf út af markaðinum með því annars að setja krónuvesalinginn okkar á útsölu. Með því að skrá gengið svo lágt verður tiltölega ódýrt fyrir útlendinga að koma hingað en þar sem við erum svo háð innflutningsverslunum verður lágt gengi innlendri verðbólgu og kaupmáttarrýrnun sem gerir raunveruglegu fólki ókleift að borga það verð sem borga þarf fyrir þjónustuna því auðvitað er aðföng öll dýr, til að mynda eldsneyti og innflutt matleyti dýr með svo lágu gengi. Nú væri staðan líklega allt önnur væri hún hluti af evrópusambandinu og með Evru sem gjaldmiðill. Evran er nægilega sterk til að þola áföll á borð við alheimsfaraldur að minnsta kosti sterkari en krónu greyið okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband