Hlýir sunnanvindar hafa leikið um okkur á Akureyri þessa síðustu og verstu veirudaga. Vor í lofti og ekkert nýtt smit hefur greinst hér síðustu dagana. Það er gaman að líta aðeins út og sjá hvernig vorið er farið að stinga niður kollinum, en einn frekar óskemmtilegur fylgifiskur vorsins sést þó alltaf.. Óhreinindi á götum og lélegt viðhald á gagnstéttum víða. Svo ekki veitir að nú þegar veiran er að losa um tök sín, þá virðist manni liggjast beinast við að fara að fríkka eitthvað uppá gatnakerfi bæjarins. Það er góðagjalda verk, hjá blessuðu bæjarstjórnum okkar að sjá um viðhald hjá skólum og leikskólum en að byggja nýja slíka. Manni virðist einnig vera æðri verkefni að viðhalda gatnakerfi og göngustigum vítt og breitt um bæjinn. En þegar til vinda lætur þarf að huga að stærri verkefnum. Ferðaþjónusta hefur auðvitað fengið á sig mikið högg og hana má efla, ekki síst í ljósi þess þegar blessuð ríkistjórnin lofað fjármagni í stækkun flugstöðvunar og stækkun flughlaða. En eitthvað þurfa blessuðu ferðamenninir að hafa hingað að sækja og hér eru tvær hugmyndir.
1. Sækja má um að Akureyri haldi landsmót hestamanna árið 2026
2. Að Eyjafjarðasvæðið sjái um næstu smáþjóðaleika þegar þeir falla næst í hlut Íslands, það er stór framkvæmd en svæðið ætti alveg að ráða við það ef að undirbúningur gæti hafist fljótlega.
Akureyri sem í einhverjum erlendum könnunum hefur verið talin eftirsóknasti áfangastaður í heimi og hann ætti að hafa öll tækifæri þegar veirunni slotar.
Bloggar | 20.4.2020 | 22:10 (breytt kl. 22:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veit ég að veiran hverfur um síðir rétt eins og öll él. Menn hafa mikið talað um ástandið núna í veirunni hrun ferðaþjónustunnar og annað í þeim dúr. Minna hefur verið talað um hvað við tekur þegar veiran verður horfin. Að sönnu hefur talsverðu fjármagni verið veitt úr opinberum sjóðum til að bjarga því sem bjargað verður en öllum ætti að vera ljóst að ekki verður öllum bjargað.
Það er ekki hægt að reisa við alla offjárfestinguna í ferðaþjónustu til að mynda öll þessi hótel & air bnb gistingu sem eyðilagt hefur húsnæðismarkað í Reykjavík. Eitthvað nýtt verður að taka við. Það þarf að framkvæmda ýmsar neysluhvetjandi aðgerðir til að mynda innspýtingu á fjármagni til almennings & lífvænlegra fyrirtækja. Við megum ekki falla í þá gryfju að einstök héruð eða sveitarfélög hafi svo einhæft atvinnulíf að þar verði kreppa eins og núna gerðist á suðurnesjum & suðurlandi á veirutímanum. Við verðum að dreifa ferðamönnum miklu meira um landið þannig að þetta verði ekki svona högg á viss byggðarlög. Landið er stærra en Reykjavík & Reykjanes en við megum heldur ekki fara í neinar ofsalegar fjárfestingar þarna frekar en í öðru.
Bloggar | 20.4.2020 | 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallega lagið; Góða ferð sem BG & Ingibjörg frá Ísafirði gerðu vinsælt fyrir einhverjum árum hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga að undanförnu. Inntakið í hinum nýja texta við lagið sem fluttur er af landsliði tónlistarmanna ásamt þríeykinu góða & fleirum er að maður hlýði Víði & ferðist innanhúss. Að ferðast innanhúss kemur nú líklega ekki blessaðri ferðaþjónustunni mikið til góða enda erfitt að skipuleggja slíkar ferðir þó hugsanlega megi skipuleggja einhverjar ferðir í sýndarveruleika þó svo maður hafi ekki mikið heyrt talað um það.
Þótt mikið sé um tónleika & aðrar uppákomur í netheimum þessa dagana þá hefur veiran þessi ósýnilegi gestur úr kínaveldi valdið mikilli röskun á daglegu lífi.
Talandi um ferðaþjónustu þá hafa þau byggðarlög & þau svæði sem mikið byggja á ferðaþjónustu orðið afar illa úti og má af því draga þann lærdóm að ekki eigi að stóla einhvern 1 atvinnuveg. Dæmið suðurnes, þeir settu allt sitt traust á blessaðann herinn þegar hann var og hét þar til hann fór & allt lagðist í rúst. Síðan kom ferðaþjónuastan & það sama gerist aftur. Suðurnesjamenn treystu alltof mikið á að hafa eggin í sömu körfunni & aftur er allt í rúst. Þetta er grátlegt því suðurnes eiga atvinnutækifæri miklu betri en margir aðrir með allann sinn jarðhita & gjöful fiskimið. Að vissu leyti má yfirfæra þetta yfir alla þjóðina. Við verðum að fara hugsa ýmislegt upp á nýtt & við eigum mörg tækifæri þegar upp styttir. Mikil þróun hefur orðið t.d. í rafrænum samskiptum & ekkert kemur í veg fyrir það að það þróist enn meir. Það er mjög umhverfisvænt ef við getum fækkað til muna fundarferðum og hverskonar fyrirgreiðslu sem hægt er að gera auðveldlega á netinu. Jafnvel lækningar er nú orðið hægt að stunda rafrænt upp að vissu marki sem gætu sparað gætu óþarfa sjúkraflutninga. Þessi veira hefur gert ýmsan óskunda en margt bendir til að við getum ýmislegt gott af þessu lært ekki síst í umhverfis- og samskiptamálum.
Bloggar | 17.4.2020 | 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlýðið Viði er vinsælasta slagorðið á Íslandi í dag. Þetta slagorð heyrðist fyrst í auglýsingu frá ferðaþjónusuaðilum á Suðurlandi, en þjóðin var fljót að grípa það.
Þessi ágæta lögga er allt í einu orðin hetja, sem enginn vissi hver var áður fyrr, og víst er að lið hans þarna hjá almannavörnum hefur staðið sig með ágætum og allt bendir til þess að mikil skynsemi sé í því að Hlýða Víði og fara til dæmis ekki að ana út á Þjóðvegi jafnveg í blindhríð og óveðri eins og gerðist á Suðurlandi.
Þá er auðvitað algjörlega óþarfi að menn séu að drepa eða berja konu sina og mæður, þó að einhver veira sé á kreiki, menn eiga heldur að setjast niður, horfa á góða og gressilega hasarmynd, tefla skák eða hlusta á góða tónlist. Gera eitthvað til að fá útrás. Þetta bölvaða heimilisofbeldi er svo innilega heimskulegt. En sem betur fer virðist meiri hluti þjóðarinnar að standa saman og þreigja Þorran og Góuna fram í vor eða sumar. Fjölmiðlar hafa verið tiltöllega hófsamir þó manni sé aðeins farið að leiðast Covid-talið alltaf. Það er helst að manni finnst þeir of borgarmiðaðir, þar með þeir fjölmiðlar sem allir skattgreiðendur greiða fyrir. Það væri nú helst að Reykvíkingar borgði fyrir sitt eigið útvarp Reykjavík og maður spyr sig af hverju er hvergi hægt að lesa úr prófum fyrir veirunni annarsstaðar en í Reykjavík? Seinkar um sólarhring úr niðurstöðunni þegar þarf að senda sýni frá Akureyri eða Ísafirði og í þessu sambandi dettur manni alltaf í hug af hverju í fjáranum var Kári að byggja erfðagreiningu sína í túnfætti landsspítalans? Hefði hann byggt þetta upp hér á Akureyri væri hér nú sterkt ekki of stór, rólegt, vísindasamfélag. Athygli sem gæti vakið hug um allan heim.
Bloggar | 7.4.2020 | 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar