Miðflokkar fóru ekkert sérlega vel út úr kostningum til Evrópuþingsins en þeir eru að sönnu ekki það sama og Miðflokkurinn hér á Íslandi. Yfirleitt eru miðflokkar frjálslyndir markaðshyggjuflokkar sem mjög eru hlynntir Evrópusamvinnu. Sá Miðflokkur, sem svo kallast hérlendis, er af töluvert öðru sauðahúsí. Þessi flokkur, sem upphaflega er stofnaður í kringum persónu Sigmundar Davíðs, er mjög einangrunarsinnaður og daðrar við þjóðernispopulisma. Sú þróun var reyndar byrjuð innan framsóknarflokksins meðan Sigmundur var þar formaður, samanber moskumálið í Reykjavík. Í dag stendur þetta fyrirbæri eitt uppi og heldur uppi málþófi gegn hinum svokallaða 3.orkupakka og er þegar búin að halda að sögn uþb 90 ræður, og enginn veit hvort þær séu endurtekningar á öðrum ræðum. Rök, reyndar öll uppurin, og nýjasta útspilið er að tala um að 4.orkupakkinn kunni ekki að standast stjórnarskrá Noregs, því miður er nú ekki einu sinni farið að fjalla um þenna 4.orkupakka í Noregi. Sigmundur greyið hefur þarna farið heldur betur fram úr sjálfum sér. Það eru reyndar allir orðnir þreyttir á þessu málþófi, meirað segja Inga Sæland. En Steingrímur þorir ekki að stoppa málþófana með því að beyta 71. greininni af ótta við að skapa fordæmi. Það verður þó að segjast að þetta málþóf á sér engar hliðstæður. Steingrímur hefur sjálfur vissulega oft beitt málþófi með stjórnarandstöðu eða öðrum, en þetta málþóf er þó ólíkt þar sem örlítill hluti þingmanna beytir því. Besta lausnin nú væri sú að Steingrímur beytti 71.greininni og stöðvaði málþófana en að strax næsta haust verði þingsköpun breytt svo uppákomur sem þessar verði ekki. Annað hvort með því að 2/3 hluti þingmanna geti stöðvað umræður um mál eða heimild verði til þess að tiltekin fjöldi þingmanna geti skotið málinu til þjóðaratkvæðis.
Bloggar | 28.5.2019 | 22:44 (breytt kl. 22:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnvöld fara ýmsar fjallabaksleiðir að takmörkum sínum þessa dagana, sem eiga það sameiginlegt að kalla á fjáraustur úr galtómum ríkiskassanum. Styrkja á innanlandsflug með því að greiða niður farmiða, Þó miklu einfaldara væri að aflétta einokun flugfélagsins, en enska nafnið sem er á góðri leið að verðleggja sig út af markaðinum. Eyða á einhverjum milljónum í að styrkja einarekna fjölmiðla í stað þess að taka ríkisútvarpið að mestu eða öllu út af auglýsingamarkaði. Á sama tíma mætti hugsa sér að 365 væri bannað að vera með auglýsingar í læstri dagskrá svo samkeppnissjónarmiða sé gætt. Fundurinn á dögunum um framtíð útvarps fannst manni eiginlega vera miklar umbúðir utanum nánast ekki neitt. Þarna virtist einvher ameríkani þausa um eitthvað sem enginn skildi en engar tilraunir voru gerða til þess að ræða það hvernig ríkisútvarpið gæti brugðist við brestum sínum. Menn halda ennþá að menn séu í sama umhverfi og 1930 þegar engin menning var sögð til nema í Reykjavík og hana þyrfti að senda til sveitavargsins svo hann þyrptist ekki á mölina. Hér er um algera stöðnun að ræða, gamla virðulega klukkan, hátíðlega ávarpið útvarp reykjavík, og tilkynningar um úrvalið í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, eru enn til staðar, þó við vitum að nafli alheimsins sé löngu farinn frá Reykjavík. Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef til vill þurfi að breyta ríkisútvarpinu í þjóðarútvarp, íslenska útvarpsþjónustu aðgengilega öllum með gagnvirkum hætti í öllum sínum fjölbreytileika og öllum timum sólarhrings.
Bloggar | 26.5.2019 | 16:19 (breytt kl. 16:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hatarar snéru heim sem hetjur, útvarpsstjóri og margir mættir í Leifsstöð að taka á móti hópnum og mikið um húllumhæ. Segja má að þeir hafi orðið okkur frekar til sóma en hitt, þó svo að framkoma þeirra hafi eðlilega valdið deilum. Það er nefnilega svo að það er ekki það að þeir skuli hafa veifað palestínskri dulu framan í evrópu, heldur er kjarninn hegðun ísraels manna í palestínu, sem að sjálfsögðu er óásættanleg. Þetta var ekki móðgun við keppnishaldara sem slíka heldur við stjórnvöld þess lands sem keppnina hélt, manni finnst frekar fáránlegt að þessir menn skuli hafa verið kallaðir gyðingahatarar, það er rökleysa þar sem hegðunin gagnvart palestínu mönnum á ekkert skilt við hatur heldur er hér að ræða grófa aðskilnaðarstefnu. Maður óskar þess oft að ísraelsmenn fari að sýna skynsemi frekar en að skjóta úr byssum á unglinga sem kasta grjóti, að þeir reynifrekar að ræða saman og finna flöt á málinu, meirihlutinn vill lifa í friði og sátt með guði og mönnum en það að hatari skuli hafa komið þessum boðskap á framfæri og að hann skuli hafa vakið athygli er að minnsta kosti hálfur sigur fyrir þá.
Bloggar | 22.5.2019 | 17:28 (breytt kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkur umræða hefur skapast, undanfarna daga, um notkun þingmanna á flugi sem samgöngumáta, annars vegar vegna þeirrar kaldhæðnislegu staðreyndar að þingmenn vinstri grænna reynast duglegastir að fljúga, þrátt fyrir umræðuna um hversu umhverfislega óhagstætt flug er, og hinsvegar vegna þessa álits siðanefndar um að umræðuefni tiltekins þingmanns um fjárdrátt í tengslum við flug á kostnað þingsins. Reyndar virðist siðanefndin hafa meiri áhuga á ummælum pírata þingkonunnar heldur en hugsanlegu misferli þingmannsins. Gott ef þessi þingmaður er ekki sá sami og eitt sinn komst í fréttirnar þegar hann greiddi sér arð af tapi úgerðarfyrirtæki sínu, sem hvað víst að vera ólöglegt. Menn ofmeta eftirvill þátt flugs í gróðurhúsaáhrifunum, allavega er ljóst að við þurfum að nota flug meira en aðrar þjóðir sökum þess að við erum eyþjóð og verðum að beina umhverfisvernd í aðrar áttir, en óþarfi er þó að flugfélögin veiti vildarpunkta vegna eldsneytiskaupa á bíla. Það má eftil vill draga úr þessum flugferðum þingmanna þrátt fyrir það hversu stórt og víðfermt landið er en öll stjórnsýslan á útkjálka, ef maður skoðar íslandskort, þannig mætti hugsanlega fækka þingmönnum verulega og fækka þeim málum sem þeir þurfa að sjá um og efla völd héraðsþinga í staðinn, önnur leið væri að alþingi yrði framvegis háð á nokkrum stöðum á landinu, þetta ætti mjög vel að vera hægt að gera tæknilega í dag með fjarfundabúnaði tölvutækni og sýndarveruleika. Hinar nýju tækniframfarir gera mögulegt að spara mikið á þessu sviði, en menn eru mjög tregir að breyta nokkru í átt til framfara.
Bloggar | 22.5.2019 | 17:11 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1603
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar