Það er ekki neitt sérlega ljúft löggulífið í dag. Svo virðist sem lögreglan sé allt að því óstarfhæf þar sem hún hefur engann yfirmann sem hún viðurkennir og stelpuskottið í dómsmálaráðuneytinu lendir strax, í byrjun síns embættisferils, í miklu vandamáli sem hún á auðsjáanlega mjög erfitt með að snúa sér út úr. Það er augljóst að ef að lögreglan í landinu ætlar að vera starfhæf verður ríkislögreglustjóri að stíga til hliðar a.m.k um stundarsakir. Þá kemur að vandamálinu; opinberir starfsmenn hafa alveg ótrúlega mikið starfsöryggi þannig að þeir virðast geta gert nánast hvað sem er án þess að við þeim sé blakað. Að auki á stelpan erfitt með að taka hagsmuni lögreglunnar í landinu fram yfir hagsmuni lögreglustjórans þar sem hann er, eins og kunnugt er, af fínasta aðli sjálfstæðisflokksins, sonur Mattíasar Johannesen fyrrverandi moggaritstjóra og hirðskáld flokksins sem mikið hefur verið hampað meðal hægri sinnaðra listamanna enda vissulega skáld gott. En Arna ætlar sér nú að snúa sér út úr þessu með því að boða einhverjar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar þar sem ríkislögreglustjóraembættið verður hugsanlega lagt niður eða sameinað. Það kann að vera hagræði að því að sameina þessi embætti og fækka lögreglustjórum en ef að lögregluumdæmi eiga að stækka er spurning hvort að ekki verði að koma einnig á fót einskonar grenndarlögreglu, t.d. á vegum sveitafélaga sem annaðist nærmál eins og umferðastjórn, smáglæparannsóknir, heimilisofbeldi og slík mál. Ríkislögregla sem væri þá eitt umdæmi sæi um þá stærri mál og yrði einnig staðarlögreglu til aðstoðar.
Bloggar | 24.9.2019 | 22:40 (breytt kl. 22:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudaginn 11.september var í fréttum stöðvar 2 sagt frá einhverfum einstaklingi sem vill halda upp á 30 afmælið sitt með því að heimsækja Disneyland í Bandaríkjunum en er mikill aðdáandi Mikka músar og teiknimynda yfirleitt. Þessi ferð verður fyrir hann þungur baggi fjárhagslega þar sem hann þarf að greiða kostnað fyrir 2 fylgdarmenn sem þurfa að fara með honum. Þetta leiðir hugan að þessum andmannréttindum sem margir fatlaðir verða fyrir þar sem þeir verða sjálfir að greiða kostnað og jafnvel uppihald fyrir fólk sem fer með þeim í ferðalag eða á uppákomur ýmsar eins og tónleika og fleira. Samfélagið virðist ekki hafa mjög leitt hugan að þessu vandamáli. Að sönnu kom upp umræða fyrir einhverjum árum að svokallað orlof húsmæðra yrði aflagt en peningunum varið í að greiða fyrir þjónustu fylgdarmanna, t.d. á ferðalögum. En þessi umræða lognaðist einhverra hluta vegna útaf og stútungskerlingarnar héldu áfram að fara í ferðalag á kostnað skattborgara. Það er spurning hvort að ekki megi koma á einhverskonar kerfi þannig að þeir sem svona þjónustu þurfa geti ekki fengið einhversskonar kort frá tryggingastofnun sem veitti niðurgreiðslu á þessari þjónustu, að sjálfsögðu að fengnu læknisvottorði og örugglega yrði tryggt að slík þjónusta yrði ekki misnotuð. En á meðan þetta er ekki komið væri ekki úr vegi að minnast á sem standa að átakinu "á allra vörum" á næsta ári verði safna peningum í sjóð til að greiða þennan kostnað fatlaðra niður. Því miður er átakið nú í haust örlítið misheppnað það er nefnilega ekki unglingar sem deyja um aldur fram vegna misnotkunar á lyfjum, flestir sem þannig láta lífið er fólk á aldrinum 25-42 ára en í fyrra voru þetta aðeins 2 undir tvítugu.
Bloggar | 12.9.2019 | 22:28 (breytt kl. 22:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar