Löggulíf

Það er ekki neitt sérlega ljúft löggulífið í dag. Svo virðist sem lögreglan sé allt að því óstarfhæf þar sem hún hefur engann yfirmann sem hún viðurkennir og stelpuskottið í dómsmálaráðuneytinu lendir strax, í byrjun síns embættisferils, í miklu vandamáli sem hún á auðsjáanlega mjög erfitt með að snúa sér út úr. Það er augljóst að ef að lögreglan í landinu ætlar að vera starfhæf verður ríkislögreglustjóri að stíga til hliðar a.m.k um stundarsakir. Þá kemur að vandamálinu; opinberir starfsmenn hafa alveg ótrúlega mikið starfsöryggi þannig að þeir virðast geta gert nánast hvað sem er án þess að við þeim sé blakað. Að auki á stelpan erfitt með að taka hagsmuni lögreglunnar í landinu fram yfir hagsmuni lögreglustjórans þar sem hann er, eins og kunnugt er, af fínasta aðli sjálfstæðisflokksins, sonur Mattíasar Johannesen fyrrverandi moggaritstjóra og hirðskáld flokksins sem mikið hefur verið hampað meðal hægri sinnaðra listamanna enda vissulega skáld gott. En Arna ætlar sér nú að snúa sér út úr þessu með því að boða einhverjar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar þar sem ríkislögreglustjóraembættið verður hugsanlega lagt niður eða sameinað. Það kann að vera hagræði að því að sameina þessi embætti og fækka lögreglustjórum en ef að lögregluumdæmi eiga að stækka er spurning hvort að ekki verði að koma einnig á fót einskonar grenndarlögreglu, t.d. á vegum sveitafélaga sem annaðist nærmál eins og umferðastjórn, smáglæparannsóknir, heimilisofbeldi og slík mál. Ríkislögregla sem væri þá eitt umdæmi sæi um þá stærri mál og yrði einnig staðarlögreglu til aðstoðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband