Skrímslið fóðrað

Mikið hefur verið fjallað í fjölmiðlum undanfarna daga um þennan nýja samgöngusáttmála sem ríkisvaldið hefur gert við sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu. Þykir manni sem þarna sé nokkuð mikið lagt í og í sjálfum sér á ekki svo ýkja löngum tíma, 15 árum, en manni sýnist svo sem þessar framkvæmdir ættu miklu frekar að dreifast á ein 50 ár svo stórkallalegar virðast þær vera og vinnuaflsfrekar með þeirri þennslu sem óhjákvæmilega mun fylgja. Það má segja að þarna sé þetta skrímsli nokkuð vel fóðrað, þetta skrímsli sem vaxið hefur og vaxið allt frá því að skúli magnússon setti þarna á fót innréttingarnar sællar minningar og jóni sigurðssyni þótti einkar hagkvæmt að setja þarna niður alþingi enda greiðar samgöngur við kaupmannahöfn og danska embættisvaldið í seilingarfjarlægð á Bessastöðum. Auðvita datt jóni sigurðssyni ekki í hug að á Íslandi myndi ríkja nútímalegt lýðveldi með velsæld sem telst meðal þess besta í heiminum. Aftur að fóðrun skrímslisins: þarna er td gert ráð fyrir borgarlínu en auðvita fær einkabíllinn sitt með nokkrum hraðbrautum, slaufum og götum í stokk. Ekki dettur mönnum í hug að gera það einfaldasta td að auka notkun almenningssamgangna, að gera þær gjaldfrálsar. Auðvitað verður að fjármagna herlegheitin með einskonar gjaldtöku og þá rísa menn upp og segja að gjaldið komi verst niður á þeim sem tekjulágir eru. Því er til svara að þetta tekjulága fólk þarf ekki að búa þarna frekar en það vill það kostar að hafa þau forréttindi sem því fylgir að búa á þessu svæði eins og guðný halldórsdóttir laxness benti á í sjónvarpsviðtali fyrir einhverjum árum. Flestar borgir kringum okkur eru að taka upp einhversskonar verðstýringu á umferð vegna mengunar. Það er í rauninni ýmislegt annað sem væri miklu nær að gera ef menn ætla að gera byggðina þarna grænni. Við getum nefnd td að flytja innanlandsflugið til kef og koma upp vistvænu hverfi í vatnsmýrinni, gera mætti léttlest úr miðbæ um mjódd til kef. Þessar aðgerðir og eflaust margar fleiri mætti nefna til að hemja skrímslið svo það verði ekki svo óseðjandi að það gleypi allt landið. Fyrst verða menn þó að gera sér það að góðu að reykjavík er í raun og veru ekki borg heldur væri nær að kalla hana ofvaxið þjóðarþorp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband