Opinbert mál

Alþingi gaf sér tíma til þess á dögunum að samþykkja tillögu þess efnis að íslenska skildi vera opinbert mál, hvað sem það nú merkir. Ekki er víst að þetta hafi vakið mikla athygli, það kemur svo margt og misjafnt frá þessu samsafni af drykkjurútum, kvennabósum og kjaftöskjum sem sitja þarna við Austurvöll. Raunar hefur íslenska líka allt frá upphafi verið opinbert mál á Íslandi, allt frá landnámi þó svo hún hafi heitið norræn tunga, og hún hefur staðist tímans tönn og er í dag nokkurnvegin samaa málið og fyrir þúsund árum. en vissulega hafa sótt að henni ýmsar hættur, fyrst var það latínan sem mengaði mjög ritlistina á miðöldum þó svo munnkarnir hafi líka skrifað íslenskar sögur sem þjóðin las, svo var það danskan sem öllu tröllreið í nokkrar aldir en náði þó aldrei að tortíma íslenskunni, þökk se m.a. að biblían var þýdd á íslensku svo danska varð aldrei kirkjumál á íslandi. Enn í dag steðja ógnir að íslenskunni, núna frá enskunni, sem jafnvel börn og unglingar eru farnir að leika sér á og tala, að sönnu líklega ekki neina fyrirmynda ensku heldur einhverja tölvuleikja ensku sem hlegið er af í enskumælandi löndum. Vonandi er nú komið af því að spyrna þarna við fótum og við höfum alla möguleika til að gera það, við gætum til dæmis framleitt tölvuleiki í stórum stíl, sem byggðir eru á íslenskum sögum og íslensku atvinnulífi, við getum íslenskað öll snalltæki og raddstýrð tæki og það sem ekki er mikið í umræðunni er að gera svona tæki aðgengileg fötluðum. Líklega hefði verið farsælast að moka niður í hina umtöluðu holu íslenskra fræða og nota peningana sem áttu að fara í bygginguna til að fjármagna þessa hluti rétt eins og það hefði verið skynsamlegra að nota peningana í að bæta tungumálakennslu, þá sérstaklega strax í leikskóla á almennilegri ensku.


Syrtir í álinn

Það syrtir víst í álinn þessa dagana á landinu bláa. Eftir makalaust góðæri síðastliðin ár er komin smá kreppa. Þetta var svo sem fyrirséð, svona kreppur koma alltaf reglulega á eftir góðæri, ég var fyrir löngu búin að spá því að eitthvað svona myndi gerast árið 2109. Það þarf ekki mikið til að búa til kreppu á íslandi. Eitt flugfélag fer á hausinn vegna ógætilegra frjárfestinga eigenda og auk þess lætur loðnan ekki sjá sig hér, þvílík ókurteisi. Menn tala um að það þurfi að draga saman seglin, sumir segja þó ekki af fullum þunga fyrr en á haustmánuðum, menn vilja lofa blekinu að þorna aðeins á lífskjarasamningum, áður en kjaraskerðingin dynur yfir hugsanlega með þessu hefðbundna gengissigi. Blessuð verðbólgan snýr aftur, enda sárt saknað ekkki sýst af atvinnurekendum þessa lands. Ekkert heyrist frá þeim nú um of hátt gengi og of góð lífsskjör.Svo virðist sem auðmannastétt þessa lands fagni ávallt kreppum því þá þarf ekki að bæta kjörin hjá skrílnum. Veislan mun hugsanlega byrja aftur þegar byrjað verður á ný að fjárfesta í steinsteypu og hraðbrautum.


Málþófar

Miðflokkar fóru ekkert sérlega vel út úr kostningum til Evrópuþingsins en þeir eru að sönnu ekki það sama og Miðflokkurinn hér á Íslandi. Yfirleitt eru miðflokkar frjálslyndir markaðshyggjuflokkar sem mjög eru hlynntir Evrópusamvinnu. Sá Miðflokkur, sem svo kallast hérlendis, er af töluvert öðru sauðahúsí. Þessi flokkur, sem upphaflega er stofnaður í kringum persónu Sigmundar Davíðs, er mjög einangrunarsinnaður og daðrar við þjóðernispopulisma. Sú þróun var reyndar byrjuð innan framsóknarflokksins meðan Sigmundur var þar formaður, samanber moskumálið í Reykjavík. Í dag stendur þetta fyrirbæri eitt uppi og heldur uppi málþófi gegn hinum svokallaða 3.orkupakka og er þegar búin að halda að sögn uþb 90 ræður, og enginn veit hvort þær séu endurtekningar á öðrum ræðum. Rök, reyndar öll uppurin, og nýjasta útspilið er að tala um að 4.orkupakkinn kunni ekki að standast stjórnarskrá Noregs, því miður er nú ekki einu sinni farið að fjalla um þenna 4.orkupakka í Noregi. Sigmundur greyið hefur þarna farið heldur betur fram úr sjálfum sér. Það eru reyndar allir orðnir þreyttir á þessu málþófi, meirað segja Inga Sæland. En Steingrímur þorir ekki að stoppa málþófana með því að beyta 71. greininni af ótta við að skapa fordæmi. Það verður þó að segjast að þetta málþóf á sér engar hliðstæður. Steingrímur hefur sjálfur vissulega oft beitt málþófi með stjórnarandstöðu eða öðrum, en þetta málþóf er þó ólíkt þar sem örlítill hluti þingmanna beytir því. Besta lausnin nú væri sú að Steingrímur beytti 71.greininni og stöðvaði málþófana en að strax næsta haust verði þingsköpun breytt svo uppákomur sem þessar verði ekki. Annað hvort með því að 2/3 hluti þingmanna geti stöðvað umræður um mál eða heimild verði til þess að tiltekin fjöldi þingmanna geti skotið málinu til þjóðaratkvæðis.


Fjallabaksleiðir

Stjórnvöld fara ýmsar fjallabaksleiðir að takmörkum sínum þessa dagana, sem eiga það sameiginlegt að kalla á fjáraustur úr galtómum ríkiskassanum. Styrkja á innanlandsflug með því að greiða niður farmiða, Þó miklu einfaldara væri að aflétta einokun flugfélagsins, en enska nafnið sem er á góðri leið að verðleggja sig út af markaðinum. Eyða á einhverjum milljónum í að styrkja einarekna fjölmiðla í stað þess að taka ríkisútvarpið að mestu eða öllu út af auglýsingamarkaði. Á sama tíma mætti hugsa sér að 365 væri bannað að vera með auglýsingar í læstri dagskrá svo samkeppnissjónarmiða sé gætt. Fundurinn á dögunum um framtíð útvarps fannst manni eiginlega vera miklar umbúðir utanum nánast ekki neitt. Þarna virtist einvher ameríkani þausa um eitthvað sem enginn skildi en engar tilraunir voru gerða til þess að ræða það hvernig ríkisútvarpið gæti brugðist við brestum sínum. Menn halda ennþá að menn séu í sama umhverfi og 1930 þegar engin menning var sögð til nema í Reykjavík og hana þyrfti að senda til sveitavargsins svo hann þyrptist ekki á mölina. Hér er um algera stöðnun að ræða, gamla virðulega klukkan, hátíðlega ávarpið útvarp reykjavík, og tilkynningar um úrvalið í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, eru enn til staðar, þó við vitum að nafli alheimsins sé löngu farinn frá Reykjavík. Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef til vill þurfi að breyta ríkisútvarpinu í þjóðarútvarp, íslenska útvarpsþjónustu aðgengilega öllum með gagnvirkum hætti í öllum sínum fjölbreytileika og öllum timum sólarhrings.


Hálf-sigur Hatara

Hatarar snéru heim sem hetjur, útvarpsstjóri og margir mættir í Leifsstöð að taka á móti hópnum og mikið um húllumhæ. Segja má að þeir hafi orðið okkur frekar til sóma en hitt, þó svo að framkoma þeirra hafi eðlilega valdið deilum. Það er nefnilega svo að það er ekki það að þeir skuli hafa veifað palestínskri dulu framan í evrópu, heldur er kjarninn hegðun ísraels manna í palestínu, sem að sjálfsögðu er óásættanleg. Þetta var ekki móðgun við keppnishaldara sem slíka heldur við stjórnvöld þess lands sem keppnina hélt, manni finnst frekar fáránlegt að þessir menn skuli hafa verið kallaðir gyðingahatarar, það er rökleysa þar sem hegðunin gagnvart palestínu mönnum á ekkert skilt við hatur heldur er hér að ræða grófa aðskilnaðarstefnu. Maður óskar þess oft að ísraelsmenn fari að sýna skynsemi frekar en að skjóta úr byssum á unglinga sem kasta grjóti, að þeir reynifrekar að ræða saman og finna flöt á málinu, meirihlutinn vill lifa í friði og sátt með guði og mönnum en það að hatari skuli hafa komið þessum boðskap á framfæri og að hann skuli hafa vakið athygli er að minnsta kosti hálfur sigur fyrir þá.


Fljúgandi þingmenn

Nokkur umræða hefur skapast, undanfarna daga, um notkun þingmanna á flugi sem samgöngumáta, annars vegar vegna þeirrar kaldhæðnislegu staðreyndar að þingmenn vinstri grænna reynast duglegastir að fljúga, þrátt fyrir umræðuna um hversu umhverfislega óhagstætt flug er, og hinsvegar vegna þessa álits siðanefndar um að umræðuefni tiltekins þingmanns um fjárdrátt í tengslum við flug á kostnað þingsins. Reyndar virðist siðanefndin hafa meiri áhuga á ummælum pírata þingkonunnar heldur en hugsanlegu misferli þingmannsins. Gott ef þessi þingmaður er ekki sá sami og eitt sinn komst í fréttirnar þegar hann greiddi sér arð af tapi úgerðarfyrirtæki sínu, sem hvað víst að vera ólöglegt. Menn ofmeta eftirvill þátt flugs í gróðurhúsaáhrifunum, allavega er ljóst að við þurfum að nota flug meira en aðrar þjóðir sökum þess að við erum eyþjóð og verðum að beina umhverfisvernd í aðrar áttir, en óþarfi er þó að flugfélögin veiti vildarpunkta vegna eldsneytiskaupa á bíla. Það má eftil vill draga úr þessum flugferðum þingmanna þrátt fyrir það hversu stórt og víðfermt landið er en öll stjórnsýslan á útkjálka, ef maður skoðar íslandskort, þannig mætti hugsanlega fækka þingmönnum verulega og fækka þeim málum sem þeir þurfa að sjá um og efla völd héraðsþinga í staðinn, önnur leið væri að alþingi yrði framvegis háð á nokkrum stöðum á landinu, þetta ætti mjög vel að vera hægt að gera tæknilega í dag með fjarfundabúnaði tölvutækni og sýndarveruleika. Hinar nýju tækniframfarir gera mögulegt að spara mikið á þessu sviði, en menn eru mjög tregir að breyta nokkru í átt til framfara.


Umhverfi og þjóðremba

Loftslagsþættir ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldum er allrar athygli verðir þó svo að margt sem þar er sagt sé eins og blaut tuska sem varpað er framan í mann. Maður fyllist stundum óskaplegri svartsýni þegar maður heyrir heimsendaspárnar sem þarna koma stundum. Sunnudaginn 7. apríl var einn slíkur þáttur á dagskrá en svo kaldhæðnislegt sem það nú er þá var þar á undan sýndur langur auglýsingapakki þar sem bensínfrekir sportjeppar af ýmsu tagi voru mjög áberandi og manni var hugsað til þess hversu mörgum milljörðum við fórnum á hverju ári á altari hinnar kolefnispúandi heilögu blikkbelju. Á sama tíma erum við að eyða tímanum á alþingi í að ræða hinn svokallaða 3. orkupakka. Vekur það athygli að helstu andstæðingar innleiðingar hans eru helstu fulltrúar þjóðrembu poppulismans á Íslandi, miðflokkurinn og flokkur fólksins hennar Ingu Sælands. Þetta fólk óttast mjög fullveldisafsal ef evrópusambandi fari að hluta sér til um orkumál en fylgjendur segja að það gerist aðeins ef við leggjum sæstreng til evrópu og slíkt þurfi alþingi að samþykkja. Hér stendur einmitt hnífurinn í kúnni, í umhverfislegu tilliti er það örugglega hið besta mál að við leggjum slíkan streng og slíkt myndi td gjörbreyta málum fyrir færeyinga. Þetta kynni að hækka orkuverð á Íslandi en maður spyr sig hvort það sé ekki til vinnandi ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálar þess að vistvænir orkugjafar verði meira notaðir í Evrópu. Við stöndum frammi fyrir því að í loftlagsmálum er ekkert til í rauninni sem heitir fullveldi, mannkynið allt verður að berjast saman gegn þessarri vá. Svo spyr maður að lokum; væri ekki ástæða til að setja bann við auglýsingum á bensínfrekum bílum eins og bannað er að auglýsa áfengi því það skaðar einstaklinga og fjölskyldur, misnotkun bensíns og olíu skaðar allt mannkynið.


Götótt velferð

Hún er svolítið götótt velferðin sem samið var um á dögunum. Þetta kom berlega í ljós í kastljós þætti kvöldsins í kvöld. Þar var rakin saga 9 ára drengs frá Vestmannaeyjum sem ekki fær greidda meðferð vegna tannholds vandræða frá sjúkratryggingum. Svo hlálega vill til að þegar drengurinn kemst á unglingsaldur og þessi galli veldur eftil vill alvarlegum líkamslítum þá munu sjúkratryggingar greiða helmingi meira fyrir aðgerðina, sérkennileg leið til að spara peninga. Konukind sú sem var til svara fyrir sjúkratryggingar var öll þrælbundin í lög og reglugerðir af öllu tagi sem hún hefur sennilega skilið minnst í sjálf og auðvitað skilur hún ekki þau grundvallaratriði að lög og reglur eru ekki til þess gerð að spara eitthvað fyrir ríkiskassann hans Bjarna Ben. Lög og reglur eiga auðvitað fyrst og fremst að þjóna þeim tilgangi að vera til verndar almenningi gagnvart handhöfum valdsins. Þau eiga að hamla misbeitingu þess en ekki stuðla að henni. 8 milljónir skipta máli fyrir langveikt barn en ekki svo miklu máli fyrir byggingu nýja fína spítalans hennar Svandísar. 


Fjölmiðlasirkus

Það var verið að undirrita kjarasamninga fyrir nokkrum mínútum, að undangengnum þessum hefðbundna fjölmiðlasirkus sem byrjaði eiginlega að fullum krafti fyrir um það bil einum sólarhring, þegar búið var að blása til fjölmiðlafundar með forsætisráðherra og forkólfum aðila vinnumarkaðarins. Síðan hefur þessum fjölmiðlafundi ítrekað verið frestað. Alltaf á eftir að ljúka einhverjum smáatriðum, maður spyr sig hvort núna sé deilt um hvort setja eigi kommu hér eða þar eða hvort eigi að segja örugglega eða hugsanlega á öðrum stöðum. Það er allavega ljóst að verið er að karpa um einhvern titlingaskít á síðustu metrunum líkt og venjulega. Ekki er enn orðið ljóst hvað í samningnum fellst í smáatriðum, menn fara frjálslegum orðum um lífskjarasamning og allir dásama hversu stórkostlegur hann verður en vitanlega verður ekki samið um þau grundvallaratriði sem þarf um að semja og vísast að þessi samningur muni á fáeinum mánuðum brenna upp og verða að raunum eldsneyti á núverandi verðbólgubál þar sem fyrsta fórnarlambið verður auðvitað vesalings krónan okkar.


Hundrað milljarða umhverfisslys

Að undanförnu hafa verið sýndir þættir á Rúv á sunnudagskvöldir, mjög athyglisverðir, um umhverfismál. Þessir þættir fylla mann stundum dálítilli svartsýni þar sem þeir sýna okkur og hversu fáránlega lítið við gerum í umhverfismálum. Ef eitthvað má að þessum þáttum finna þá er þeir eftil vill örlítið höfuðborgarmiðaðir, eins og svo margt í þessu ágæta ríkissjónvarpi okkar, en í þessu tilfelli kann það að vera réttlætanlegt því segja má að eftil vill sé höfuðborgarsvæðið stærsta umhverfisvandamál okkar Íslendinga. Í þetta svæði á að setja 100 milljarða, meðal annars í samgöngur. Borgarlínan, sem manni þykir ekki vera umhverfisvæn eins og henni er líst, því hana á ekki að því virðist að knýja með umhverfisvænu eldsneyti eða láta hana ganga á teinum, þannig að maður sér ekki hvað vinnst. Auðvitað væri miklu gáfulegra, og ætti að gera strax, að gera almennissamgöngur þarna gjaldfrjálsar og auðvitað ætti að fara að gera einhverja alvarlega hluti til að ræða um það hvernig við bregðumst við í framtíðinni þegar loft hitnar. Menn vita að innan 100 ára mun t.d. allur miðbær Reykjavíkur lenda undir vatni en samt er fjárfest í gríð og erg í steinsteypu á þessu svæði. Engin áætlun er til um það hvernig rýma skuli landið til að mynda ef að slökknar á golfstraumnum. Það ætti að setja á fót hlutlausan sérfræðinga hóp til að skoða þær sviðsmyndir sem blasa við á næstu áratugum svo bjarga megi íslenskri þjóð frá alvarlegri kreppu ef ekki tortrýmingu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband