Þungur pakki

Hann er nokkuð þungur pakkinn sem þingmennirnir okkar eru að bisa við þessa dagana. Þriðji orkupakkinn tekur nokkuð í og sumir eru hreint ekkert áfram um að þessum pakka verði komið til skila. Miðflokksmenn hafa sagt Ingu í flokki fólksins hafa engan áhuga á því að eiga við þennan pakka. Umræðan um þennan pakka hefur að ýmsu leiti verið afar fyndin. Aðal deiluefnið virðist vera það hvort þessi gríða, sem sæstrengur er kallaður, verði þvingaður upp á okkur og það sem er svo hlægilegt er að bæði fylgjendur og andstæðingar pakkans reyna að fullvissa okkur um að engin hætta sé á að þessi gríða geri sig heimakomna en miðflokksmenn telja að pakkinn gefi henni greiða leið. Hvað er svo þessi sæstrengur? Hundurinn til Evrópu, fyrst og fremst þá eru engar líkur á að menn hafi á næstu áratugum áhuga á þessum hundi. Menn virðast í dag horfa mest til vindorku. Þá má og þess geta að auðvitað verði slíkur sæstrengur ekki lagður nema með samningum þar sem um er að ræða framkvæmdar innan íslenskrar efnahagslögsögu. Hitt má svo nefna að vel gæti svo farið að slíkur sæstrengur gæti í framtíðinni orðið hið besta mál og raunverulegt framlag okkar í loftlagsmálum en vera kann að áður en svo verður þá hverfi golfstraumurinn með þeim afleiðingum að Ísland verður að einum jökli með þeim afleiðingum að flytja þurfi þjóðina suður á jótlandheiðar eða eitthvað annað.


Ekki Alaska

Donald Trump er einkar hugmyndaríkur maður svo ekki sé meira sagt. Stundum eru hugmyndirnar sem hann fær svolítið einkennilegar. Hans nýjasta hugmynd, að kaupa Grænland, er sérstaklega einkennileg. Fordæmið er til; bandaríkjamenn keyptu Alaska á sínum tíma af rússum en þá vissi enginn að fólk byggi þar. Þessi viðskipti voru reyndar stórsniðug eins og síðar hefur komið í ljós. Grænland er þó ekki Alaska. Þar býr fólk sem telur hátt í 50 þúsund manns. Trump greyið hefur sennilega staðið í þeirri meiningu að Danmörk ætti grænland en svo er víst ekki því þótt Grænland sé ekki fullvalda ríki þá er það ekki nýlenda Danmerkur heldur í einskonar ríkjasambandi og verður því ekki af hendi látið án þess að íbúarnir verði spurðir og hætt er við að grænlendingar myndu einfaldlega lýsa yfir fullveldi kæmu svona kaup til alvöru umræðu. Trump vantar algjörlega kænsku, hugsanlega gæti hann komist yfir auðlindir Grænlands með því einfaldlega að styðja og styrkja sjálfstæðis hreyfingu Grænlendinga þannig að þeir yrðu fullvalda ríki sem í þakklætisskyni myndu sjálfsagt sem við bandaríkja með um ítök þar. Svolítið svipað gerðu þeir á Íslandi árið 1945. Bandaríkjamenn voru í raun guðfeður íslenska lýðveldissins með þeim árangri að segja má að Ísland hafi verið bandarískt leppríki næstu áratugina þó íslendingar hafi vissulega af mörgu leiti notið góðs af sérréttindum sínum við bandaríkin, samanber flugið og fleira. Það er í rauninni furðulegt hvernig maður með vitglóru á við Trump kemst til æðstu metorða í forysturíki lýðræðis í heiminum. Í dag kaupa menn ekki og selja lönd og fólk, eins og jörð með búfé.


Flugdólgar

Í ár munu vera 100 ár frá upphafi flugs á Íslandi og var það mikil þjóðfélagsleg bylting þegar flug upphófst hér. Nú lítur þó helst út fyrir að menn ætli að fagna þessu afmæli með því að draga úr þjónustu í innanlandsflugi samfara hækkandi verði. Það virðast vera svo sem einhverjir flugdólgar séu komnir í innanlandsflugið sem ætli óaðvitandi að eyðileggja það. Í stað þess að lækka verð, sérstaklega yfir vetrartíman, og auka þjónustu þá gera menn þveröfugt. Dregið verður úr þjónustu og vélar settar á sölu en halda verðinu háu, reyndar búnir fyrir löngu að verðleggja sig út af markaðnum. Þeir sem það geta eru jafnvel farnir að aka milli landshluta í allskonar færð og veðrum. Markaðsstofa norðurlands benti réttilega á þetta í sprengisandi síðastliðinn sunnudag. Auðvitað hlítur innanlandsflugið að taka breytingum eins og allt annað. Líklega væri eina leiðin til að bjarga því núna að flytja það til Keflavíkur og lækka verðið verulega og treysta á að með flutningnum náist betur að fá ferðamenn til að fljúga innanlands. Það er nefnilega vitað mál að það er mjög þæginlegt að hafa innanlands og millilanda flugvöll á sama flugvelli fyrir ferðamenn. Einnig þarf að auka millilandaflug beint t.d. frá Akureyri. Græna bókin sem kom út um daginn heilbær þvættingur þar sem ekki er gert ráð fyrir fleiri alþjóðaflugvöllum en í Keflavík enda hvað landsbyggðafólk ekkert hafa komið að samningu rits þessa. Maður spyr sig afhverju má t.d. ekki nota bombardiervélarnar sem átti að selja m.a til að hefja millilandaflug milli íslands og grænlands frá ísafirði og flug til færeyja frá Egilsstöðum. En leggja niður flug til þessara staða frá Reykjavík, þannig mætti fjölga farþegum á þessum leiðum. Þetta er ein hugmynd sem mætti reyna en þær eru örugglega miklu fleiri ef einhver metnaður væri til staðar og einhverjir aðrir en núverandi flugdólgar taki við rekstri innanlandsflugsins.


Daðrað við populisma

Það er eitthvað umrót í sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Heilagur Davíð hefur hnerrað og veldur það skjálfta í flokknum. Hann er nefnilega svolítið farinn að daðra við hinn svokallaða Miðflokk, sem er í rauninni allt annað en slíkir flokkar eru í Evrópu þar sem þeir eru almennt frjálslyndir og evrópusinnaðir. Hér hefur þessi Miðflokkur leitað á við þjóþernisstefnu sem ber dálítið merki popúlisma sem hefur ólgað eins og stórsjór vítt og breytt um heiminn enn berst nú að ströndum Íslands sem dálítið öldugjálfur. Einkenni þessa populisma er einstök þjóðremba sem ekkert á í raun skylt við föðurlandsást því við getum haldið með fótboltaliðinu okkar og tárast yfir þjóðsöngnum þó við lýsum ekki yfir að íslendingar séu bestir í heimi og sjálfsögðu er það heimska eins og sakir standa að hafna 3ja orkupakkanum og setja þar með viðskipti við okkar bestu viðskiptalönd í hættu. Í dag bera allir samábyrgð gagnvart blessaðri jörðinni okkar. Þeir eru samt sem áður til sem trúa öðru eins og geðsjúklingurinn hann Trump, Sigmundur Davíð og nýjasti vinur hans Davíð Oddson, ásamt hinni bláeygðu Ingu Sæland sem áttar sig ekki á því að hún á í rauninni ekkert erindi inn í þennan hóp, hún vill ábyggilega einlæg styðja myndlistamanninn. Með því gerði hún best að ganga við þau öfl í þjóðfélaginu sem berjast fyrir þjóðfélagið sem er í höndum þjóðarinnar allrar en ekki fámennrar klíku okurkarla og braskara sem tröllríða þjóðfélaginu í dag.


Græna flugið

Einhverjir opinberir aðilar gáfu á dögunum út græna bók um mótun flugstefnu á íslandi. Maður veit ekki afhverju bókin er græn nema menn hafi verið að stæra Gaddafi sáluga lýbíu leiðtoga, sem gaf út einhverja græna bók á sínum tíma um íslamskan sósalisma. Þessi græna bók fjallar svosem ekkert um íslenskan sósíalisma heldur á hún að fjalla um mótun flugstefnu sem hvað ekki var til staðar á íslandi. Ef til vill er nokkuð til í því. Flugrekstur á íslandi hefur meira og minna verið handahófskenndur og fyrst og fremst miðaður að því að skila ágóða til þeirra sem hann stunda. Þetta er eftilvill ekki nógu gott í landi sem er svo mjög háð flugsamgöngum, bæði innan og utanlands. Flugfélög hafa komið og farið, stundum hafa þau verið rekin allskyns lukkuriddurum á borð við Skúla og fleiri. Meðal þess sem sagt er í riti þessu er að ekki sé grundvöllur til að reka nema einn alþjóðaflugvöll á íslandi en samt þurfi að efla mikið varaflugvelli, menn átta sig ekki á því að vara flugvellir eru í raun orðnir það fullkomnir að þeir flokkast sem alþjóðaflugvellir enda talað um að setja þá undir stjórn þessa skítafyrirtækis sem Isavia er. Vitanlega er ljóst að það er fyllilega hægt að reka fleiri en einn alþjóðaflugvöll á íslandi, álagið á keflavík er einfaldlega of mikið og ferðamenn dreifast illa um landið. Einmitt nú gæfist gott tækifæri eftir að Wow er farið á hausinn, hér er markaður fyrir annað lággjalda flugfélag og viðskiptatækifæri er augljóslega nóg að slíkt flugfélag yrði rekið frá Akureyri, eftir að súperbreak hætti flugi sínu og í ofanálag ætlar snobbfélag það sem annast innanlandsflug, og búið er að verðleggja sjálft sig útaf markaðinum, ekki að fljúga lengur frá Ak til Kef í vetur. Auðvitað þorir enginn að prófa þetta og þess vegna er hætt við því að græna flugið muni brotlenda áður en það tekst á loft.


Grilljón ástæður

Margt vísdómsorðið má heyra í auglýsingum og stundum verður þar miklar og merkilega upplýsingar. Þannig hefur verslunarkeðjan Krónan allt í einu uppgötvað nýja mælieiningu í stærðfræði, þ.e.a.s. grilljón. Ekki er mér kunnugt um hvað talan grilljón táknar hvort það er meira en trilljón eða skrilljón en allavega er talað þarna um grilljón ástæður til að grilla. Þá má stundum heyra vísdóm á borð við það að þegar ein skyndibitakeðjan auglýsir þriðjudagstilboð á þriðjudögum, auðvitað gefur það auga leið á hvaða dögum það tilboð er á boðstólnum. Ein keðjan segir svo að vatn sé besti drykkurinn en sumir eru bara hógværir og láta sér nægja að nefna nafnið sitt í auglýsingu sem auðvitað er borgað fyrir. Undantekningar eru að vísu til frá þessu þannig er eftirminnileg auglýsingin frá útvegsbankanum þar sem sýnt var í örmynd hvernig þorskur er veiddur og verður að krónum og margir muna eftir síðustu kvöldmáltíðinni í boði símans fyrir nokkrum árum á páskum. Heilt á litið virðast manni auglýsingar ósköp andlausar og frekar leiðigjarnar. Þær skapa samt peninga og þess vegna keppa fjölmiðlar um að flytja þær flest öllum til ama nema stundum krökkum sem finnst þetta besta barnaefnið.


Íþróttafár

Á íslandi ríkir íþróttafár sem að er árvisst í þessari gúrkutíð þegar ekkert er að gerast og allir halda sínu striki í pólitíkinni. Fjölmiðlarnir keppast hver við annann að sýna okkur hin og þessi heimsmeistaramót sem í rauninni enginn veit hvort þjóðinn hafi áhuga eða ekki. Jafnvel fréttatímar eru látnir víkja fyrir einhverjum leikjum útlendra kvennaliða og á Íslandi er fótboltatúrisminn í algleymingi. Krakkar allt niðrí 6 ára er þeytt landshornanna á milli til að sparka bolta og þá ekki síst til að foreldrarnir geti sýnt hinum foreldrunum hvað þeir eiga fínni jeppa en þeir. Maður minnist þess hér á árum áður þegar maður labbaði fram hjá KA vellinum á esso mótinu og sá völlinn umkringdan jeppum af fínustu gerð. Maður gat ekki kallað þetta annað en jeppasýninguna miklu. en auðvitað hugsuðu krakkarnir út í þetta en máttu þó heyra hvatningarorð foreldranna sem oft á tíðum voru ekki til fyrirmyndar. Eflaust hefur þessi túrismi orðið einhverjum byggðalögum mikið til hagsbóta en eftir stendur spurninginn hvort þetta hafi bætt íslenska knattspyrnu. Vissulega höfuum við átt frábæra atvinnumenn, en spurningin er hvort að hin frábæra frammistaða þeirra hafi verið of dýru verði keypt hvort ekki sitji eftir einhverjir með sárt ennið og brotna sjálfsmynd.


Hitler og Trump

Var nýlega að lesa mjög áhugaverða bók sem nefnist "Til hinnstu stundar" og er byggð á minningum konu sem var einkaritari Hitlers frá 1942 og þar til yfir lauk. Þegar ég hlustaði á þessa bók var maður alltaf ósjálfrátt einhvernveginn að bera saman þá kumpána, Hitler og Trump. Býsna margt er nefnilega mjög líkt með þeim, einkum og sér í lagi meðan Hitler var ekki brjálaður í sama mæli og hann varð í stríðsbyrjun, framan af var Hitler fyrst og fremst austurrískur liðþjálfa bjálfi sem þóttist vera meira en hann hafði efni á og sama má eiginlega segja um Trump. Trump er maður sem auðsjáanlega vill spila sig miklu meiri en hann er, líkt og Hitler er hann mjög óheflaður og ófyrirsjáanlegur og leifir sér stundum hluti sem venjulegur forseti hefði löngu verið settur af fyrir. Eins og til dæmis þegar hann móðgar stóra erlenda stjórnmálamenn jafnvel í opinberum heimsóknum. Hitler átti þetta einnig til að skamma og ausa sig yfrir stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum. Í upphafi styrjaldar breytist hitler nokkuð, honum er lýst sem klikkuðum parkisons sjúklingi og amfetamínfíkli. Trump er ekki enn kominn á þetta plan en maður er alltaf skíthræddur um að það gerist, til dæmis að hann fari í hernað víð Íran, ekki bara með tölvum heldur með sprengjum líka. Klerkarnir í Tehran hrista bara hausinn og segja að Allah sé mikill og þar með sé málið útrætt, við sjáum hvað setur.


75 ára lýðveldi

Það merkilega fyrirbæri, lýðveldi Íslands, er 75 ára í dag. Það var , sem kunnugt er, stofnað í sunnlensku roki og rigningu á Þingvöllum sællar minningar. Eftir að þjóðin hafði nær einróma samþykkt stofnun þess í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Nokkur hópur var þá til sem kallað var lögskilnaðarmenn en þeir vildu bíða með að stofna lýðveldi þar til stríðinu lyki. Voru þessi öfl víst einna sterkust innan alþýðuflokksins. Líklega hefði hugsun þeirra verið rétt ef að danakonunungur og stjórn hans hefðu farið að dæmi Norðmanna og flúið úr landi þegar þjóðverjar hertóku þá en þeir sátu sem fastast og því Danmörk í raun ekki sjálfstætt ríki nema að nafninu til, það var því í rauninni eðlilegasti hlutur að við skyldum við dani þegar bandamenn höfðu hernumið ísland. Siðferðislega gátum við ekki verið undir kóng, sem í raun var leppur þjóðverja. Margt hefur áunnist á þessum 75 árum, lífskjör hafa batnað, tækniframfarir miklar, en þó eru það ýmis innanmein sem hrjá afmælisbarnið; mislynd náttúra, óstöðugt efnahagslíf og sveiflur og að sumu leiti frekar gamaldags embættis- og stjórnmálakerfi sem einkennist mjög af miðstýringu, spillingu og óráðsíu. Samt sem áður verður það að segjast að stofnun lýðveldisins hafi verið rökrétt og eðlilegt skref og engin ástæða er til annars en að það muni vaxa og dafna ef við eyðum því ekki í bruði, kjaftagangi og misrétti.


Hund-Tyrkinn snýr aftur

Hvert mannsbarn á Íslandi þekkir vafalaust sögurnar af hinu svokallaða tyrkjaráni árið 1327. Það er eftilvill ekki alveg rétt að tala um tyrkjarán því þótt líklega hafi yfirmennirnir á skipunum verið tyrkir þá hafa áhafnirnar sennilega að mestu verið arabar og berbar frá norður afríku. Nokkur fjöldi íslendinga var fluttur suður í barbaríið eins og það var kallað, reyndar brá mörgum þegar að þetta barbarí reyndist að mörgu leiti miklu þrúgaðra og mildara en vistin í torfkofunum heima á Íslandi. Snéru margir til íslamstrúar og komu sér vel fyrir þarna og sennilega bjarnargreiði hinn mesti að kaupa þá heim aftur. Nú, nokkrum öldum síðar, er hund-tyrkinn snúinn til íslands, í þetta sinn til að sækja nokkur stig í fótboltakeppni, sem átti sjálfsagt að vera léttur leikur enda liðið nýbúið að vinna heimsmeistara frakka og ekki búið að fá á sig mark í keppninni. Hafaríið byrjaði á keflavíkur flugvelli þar sem menn þóttust fá ekkert of góðar tofteringar frá útlendingaeftirlitinu. Auðvitað var framkvæmd venjuleg öryggisboðun, þó hún væri fljótvirkari en menn héldu. Maður skilur í rauninni ekki hvers vegna liðið er sent til íslands frá einhverjum annarsflokks flugvelli, þó að alþjóðaflugvellir séu öruglega til í istanbul og ankara. líklega stafar þetta af venþekkingu einhverra skriffinna eða embættismanna, vitað er að búið er að hreinsa burt allt embættismannakerfið í tyrklandi, í staðinn komnir illa menntaðir dátar og viðhengi þeirra sem vitaskuld kunna ekkert í stjórnsýslu. Hvað sem öðru leið, tyrkinir fóru enga frægðarför hingað, töpuðu fyrir litla íslandi og snéru heim harla skömmustulegir en spurningin er hvort þeir muni kenna mótökunum á íslandi og belgíska uppþvottabustanum um það hvernig fór.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband