Hitler og Trump

Var nýlega að lesa mjög áhugaverða bók sem nefnist "Til hinnstu stundar" og er byggð á minningum konu sem var einkaritari Hitlers frá 1942 og þar til yfir lauk. Þegar ég hlustaði á þessa bók var maður alltaf ósjálfrátt einhvernveginn að bera saman þá kumpána, Hitler og Trump. Býsna margt er nefnilega mjög líkt með þeim, einkum og sér í lagi meðan Hitler var ekki brjálaður í sama mæli og hann varð í stríðsbyrjun, framan af var Hitler fyrst og fremst austurrískur liðþjálfa bjálfi sem þóttist vera meira en hann hafði efni á og sama má eiginlega segja um Trump. Trump er maður sem auðsjáanlega vill spila sig miklu meiri en hann er, líkt og Hitler er hann mjög óheflaður og ófyrirsjáanlegur og leifir sér stundum hluti sem venjulegur forseti hefði löngu verið settur af fyrir. Eins og til dæmis þegar hann móðgar stóra erlenda stjórnmálamenn jafnvel í opinberum heimsóknum. Hitler átti þetta einnig til að skamma og ausa sig yfrir stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum. Í upphafi styrjaldar breytist hitler nokkuð, honum er lýst sem klikkuðum parkisons sjúklingi og amfetamínfíkli. Trump er ekki enn kominn á þetta plan en maður er alltaf skíthræddur um að það gerist, til dæmis að hann fari í hernað víð Íran, ekki bara með tölvum heldur með sprengjum líka. Klerkarnir í Tehran hrista bara hausinn og segja að Allah sé mikill og þar með sé málið útrætt, við sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband