Hund-Tyrkinn snýr aftur

Hvert mannsbarn á Íslandi þekkir vafalaust sögurnar af hinu svokallaða tyrkjaráni árið 1327. Það er eftilvill ekki alveg rétt að tala um tyrkjarán því þótt líklega hafi yfirmennirnir á skipunum verið tyrkir þá hafa áhafnirnar sennilega að mestu verið arabar og berbar frá norður afríku. Nokkur fjöldi íslendinga var fluttur suður í barbaríið eins og það var kallað, reyndar brá mörgum þegar að þetta barbarí reyndist að mörgu leiti miklu þrúgaðra og mildara en vistin í torfkofunum heima á Íslandi. Snéru margir til íslamstrúar og komu sér vel fyrir þarna og sennilega bjarnargreiði hinn mesti að kaupa þá heim aftur. Nú, nokkrum öldum síðar, er hund-tyrkinn snúinn til íslands, í þetta sinn til að sækja nokkur stig í fótboltakeppni, sem átti sjálfsagt að vera léttur leikur enda liðið nýbúið að vinna heimsmeistara frakka og ekki búið að fá á sig mark í keppninni. Hafaríið byrjaði á keflavíkur flugvelli þar sem menn þóttust fá ekkert of góðar tofteringar frá útlendingaeftirlitinu. Auðvitað var framkvæmd venjuleg öryggisboðun, þó hún væri fljótvirkari en menn héldu. Maður skilur í rauninni ekki hvers vegna liðið er sent til íslands frá einhverjum annarsflokks flugvelli, þó að alþjóðaflugvellir séu öruglega til í istanbul og ankara. líklega stafar þetta af venþekkingu einhverra skriffinna eða embættismanna, vitað er að búið er að hreinsa burt allt embættismannakerfið í tyrklandi, í staðinn komnir illa menntaðir dátar og viðhengi þeirra sem vitaskuld kunna ekkert í stjórnsýslu. Hvað sem öðru leið, tyrkinir fóru enga frægðarför hingað, töpuðu fyrir litla íslandi og snéru heim harla skömmustulegir en spurningin er hvort þeir muni kenna mótökunum á íslandi og belgíska uppþvottabustanum um það hvernig fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband