Verkfallsvofan

Vofa er komin á kreik á Íslandi. Vofa sem ekki hefur mikið látið á sér kræla á undanförnu, verkfallsvofan er farin að valda usla á suðvesturhorninu og kann að láta til sín taka víðar áður en yfir líkur. Spurningin er þó þessi, þurfum við endilega að láta þessa vofu læðast um þjóðfélagið, getum við ekki öll verið samtaka um að ráða niðurlögum hennar. Sú spurning vaknar hvort það sé siðferðilega rétt að stunda þennan massatúrisma sem byggir á miklu á austurevrópsku láglauna vinnuafli. Einkennilegt er að það skuli vera 40 hótel starfandi á höfuðborgarsvæðinu og öll þykjast tapa, hvers vegna eru þau þá að standa í þessum taprekstri, afhverju ekki að snúa sér að einhverju ábatasamra. Manni finnst þó ekki rétt að vera að halda uppi atvinnurekstri sem ekki getur borgað mannsæmandi laun. Stundum dettur manni næstum í hug hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu að laun yrðu greidd í evrum, svo ekki verði hægt að taka þau aftur með einni gengisfellingu eftir samninga, eða jafnvel fyrir þá. Afhverju ekki að reyna að ráðast að rótum þessa okursamfélags sem meirað segja græðir á veikindum fólks og fötlun. Þar sem menn byggja pálmatré en ekki dvalarheimili.


Hatrið mun tapa

Þeir taka nokkra áhættu hjá Rúv ef þeir ætla að senda þetta haturslag til Ísraels í maí. Fyrir það fyrsta þá er augljóst að annað hvort mun lagið fá góðar undirtektir eða það mun detta út jafnvel vísað úr keppninni, enda má hún ekki vera pólitísk en hatararnir hafa lýst því yfir að hún sé pólitísk. Annars merkilegt að þetta lag virðist hafa unnið keppnina áður en hún byrjaði og Gísli Marteinn gerði litið til að fela þá staðreynd. Einkennilegt að Gísli Marteinn skuli dúkka allstaðar upp, hvað um það við förum til Ísrael, lands sem er að vísu alls ekki í evrópu þó að það keppi í júróvisjón. Þar á bæ þurfa menn síst á hatri að halda, nóg virðist vera af því á svæðinu og því miður ekki miklar líkur á að þessi söngvakeppni breyti einhverju þar um en ef til vill gætu athugulir fréttamenn flutt fréttir af raunverulegu ástandi þarna. Vonandi verður niðurstaðan sú að eftir allt saman muni hatrið tapa, ef ekki er illa komið fyrir mannkyninu.


Réttarkerfið nötrar

Sigga steig til hliðar, það er að segja sagði af sér, í kjölfar dóms mannréttindadómstólsins og allt réttarkerfið á Íslandi nötrar og skelfur eins og það hefði orðið fyrir meiriháttar jarðskjálfta. Undirrótin af þessu er þó þegar allt kemur til alls ekkert óvenjuleg, eiginlega er hér bara um að ræða góða gamaldags íslenska spillingu, að ráðherra vísar frá manni sem er einn aðalráðgjafi vinstri grænna, þá í stjórnarandstöðu, og setur inn í dóminn eiginkonu þingmanns sjálfstæðisflokksins. Þetta kallar hún að rétta við kynjahalla. Vitanlega sér mannréttindadómstóllinn í gegnum þetta. Hér er að sjálfsögðu um að ræða óþolandi afskipti framkvæmdarvaldsins af dómsmálaráðuneytinu. Þróun sem reyndar er að gerast víðar í evrópu, svosem í póllandi og ungverjalandi. Vonandi verður þessi dómur fordæmisgefandi og stuðlar að hindra þann uppgang þessa valdasjúka populisma í Evrópu. Þá er betra að gripið sé inn í fullveldi þjóðarinnar ef það verður til að stöðva slíka þróun. 


Bloggfærslur 13. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband