Réttarkerfið nötrar

Sigga steig til hliðar, það er að segja sagði af sér, í kjölfar dóms mannréttindadómstólsins og allt réttarkerfið á Íslandi nötrar og skelfur eins og það hefði orðið fyrir meiriháttar jarðskjálfta. Undirrótin af þessu er þó þegar allt kemur til alls ekkert óvenjuleg, eiginlega er hér bara um að ræða góða gamaldags íslenska spillingu, að ráðherra vísar frá manni sem er einn aðalráðgjafi vinstri grænna, þá í stjórnarandstöðu, og setur inn í dóminn eiginkonu þingmanns sjálfstæðisflokksins. Þetta kallar hún að rétta við kynjahalla. Vitanlega sér mannréttindadómstóllinn í gegnum þetta. Hér er að sjálfsögðu um að ræða óþolandi afskipti framkvæmdarvaldsins af dómsmálaráðuneytinu. Þróun sem reyndar er að gerast víðar í evrópu, svosem í póllandi og ungverjalandi. Vonandi verður þessi dómur fordæmisgefandi og stuðlar að hindra þann uppgang þessa valdasjúka populisma í Evrópu. Þá er betra að gripið sé inn í fullveldi þjóðarinnar ef það verður til að stöðva slíka þróun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband