Bjórdagur

1.mars, er eins og kunnugt er, merkisdagur í sögu þjóðarinnar. Fyrir rétt um 30 árum, þann dag, lauk 76 ára gömlu bjórbanni á Íslandi, síðustu leifar gamla áfengisbannsins. Þessum tímamótum fagna þau í SÁÁ á þann mjög sérstaka hátt, að loka starfsstöð sinni á Akureyri. Að sögn vegna einhvers klúðurs í fjármálum. Merkilegt annars hvernig 150 milljónir sem eyrnamerktar voru þessari starfssemi skuli einhvernveginn hafa gufað upp. Hvað um það, við höldum upp á bjórdaginn og veltum vöngum yfir því hverju bjórinn breytti. Út frá félagsfræðilegu sjónarmiði þá hafði tilkoma hans í raun ótrúlegar breytingar í för með sér. Brynningarskálar þær, sem kallaðar voru skemmtistaðir, lögðu upp laupana ein af annarri og í staðinn kom fjöldi bjórkráa þar sem sums staðar var boðið upp á lifandi tónlist eða aðra skemmtun. Hljómsveitir tóku meira að spila á tónleikum og gefa út plötur heldur en að spila fyrir dansi. Víkingadrykkjan heyrði nú að mestu sögunni til en menn fóru í staðinn mikið að sulla í áfengi, jafnvel á daginn, meira að segja utan dyra og voru Akureyringar að mörgu leyti fyrstir Íslendinga til að byrja með úti kaffihús þó svo að mér skyljist að lög hafi bannað að drekka úti en ég man eftir því þegar ég fékk mér bjórglas rétt fyrir 17 júni og settist úti, að þetta væri eiginlega bannað sagði afgreiðslumaðurinn en löggan léti menn í friði þó menn drykkju bjór utandyra svo lengi sem þeir væru til friðs. Á morgun munu menn víða kneifa ölið og fagna áfanganum en einhverjir munu eftil vill ennþá syrgja gömlu góðu dagana, þegar menn fóru út á lífið til að detta í það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband