Fimmtudaginn 21. febrúar var undarlegur kastljós þáttur á dagskrá. Manni fannst maður taka tímavél 30-40 ár aftur í tíman, þarna voru að ræðast við atvinnurekandi einn, eins og hann væri upp á miðri 20. öld, og stúlkukind, frá stóru verkalýðsfélagi, sem næstum örugglega hefur fengið stalínst uppeldi, samanber sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Atvinnurekandinn spilaði þessa eldgömlu gatslitnu plötu um að ekki væri til nóg fé til skiptanna, lífskjör væru svo góð að allar launahækkanir myndu leiða til verðbólgu. Að sjálfsögðu munu þær leiða til verðbólgu vegna þess að svo sterk tengsl eru á milli eigenda atvinnulífsins og stjórnkerfisins. Þeir fá sína gengisfellingu eftir pöntun. Hins vegar er svo múladóttirin sem enn sér allt með augum gamaldags stéttarbaráttu enda bindur hún trúss sitt við pólatíska lukkuriddara á borð við Gunnar Smára. Afleiðing þessa rökræða verða auðvita verkföll sem nú virðast næstum óhjákvæmileg. Menn hafa nefnilega ekki neitt rætt hin raunverulegu vandamál. Hið hrikalega háa verðlag á Íslandi, dýrt heilbrigðiskerfi og okur á húsalega, en það virðast flestir vilja búa á sama litla blettinum, og óttalega finnst manni nú ríkisstjórnin reiða lítið fram. Væri nú ekki ráð að ríkisstjórnin biði aðilum vinnumarkaðsins og öðrum til viðræðna um það hvernig raunverulega mætti bæta kjörin á annan hátt en skattasamningum á verðbólgumálið. það þarf að vinda ofan af þessu hrikalega háa verðlagi á Íslandi, draga úr offjárfestingu í verslun og Svandís verður að bíða með spítalann sinn, sem við höfum ekkert efni að byggja í bráð þar sem margt annað er brýnna í heilbrigðis og félagsmálum, t.d. að byggja fleiri hjúkrunarrými og íbúðir fyrir aldraða og einnig verður hann Dagur minn að fara að huga að því að koma á almennilegri þjónustu við aldraða og fatlaða, á borð við t.d. heimaþjónustu B hér á Akureyri, í stað þess að auðga flóru borgarinnar með einhverjum dönskum stráum og pálmatrjám.
Flokkur: Bloggar | 22.2.2019 | 10:33 (breytt kl. 10:33) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.