Rúmenskur harmleikur

Kveikur tendraði nýlega ljós sem lýsti upp einn afkima íslenskt samfélags, sem ekki hefur verið mjög mikið talað um. Fjallað var um kjör nokkura rúmena sem hér vinna við vægast sagt bág kjör, og eru alræmdir af starfsmanna leigu einni. Launum þeirra stolið að miklu leiti og þeir látnir hýrast í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði, borgandi hálfa milljón á mánuði fyrir einhverja herbergiskitru sem þeir hýrast í 10 saman. Hugsanlega er þessi harmleikur ekki nema toppurinn á ísjakanum. Við vitum að töluvert er um austurevrópskt láglaunavinnuafl til dæmis í ferðaþjónustu en ekki hvað sýst í hinum ofurþanda byggingariðnaði höfuðborgarsvæðisins. ekki er ólíklegt að yfirvöld láti sig þessi mál litlu skipta, enda miklir hagsmunir í húfi jafnvel opinberir aðilar notast örugglega við þetta vinnuafl við hinar miklu framkvæmdir sínar sem fyrirhugaðar eru á þessu svæði. Svo þversagnakennt sem það nú er er haldið uppi dýrri útlendingastofnun sem hefur það því hlutverki einkum að gegna að halda útlendingum frá landinu nema auðvita þeim sem koma á vegum starfsmannaleiga, þeir heyra ekkert undir þessa stofnun. Nú á þessi furðulega stofnun jafnvel, samkvæmt frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra okkar að úthluta íslenskum ríkisborgararétti. Maður hélt að slíkt ætti að vera í höndum fulltrúa dómsvaldsins t.d. sýslumanna. Auðvitað þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir í sambandi við hið erlenda láglaunavinnuafl en fyrst og fremst verður þó að reyna að draga úr þessum framkvæmdum á þessum svæðum þannig að þetta vinnuafl verði óþarft og svo verða íslensk yfirvöld á einhvern hátt að koma í stað starfsmannaleiga þegar ráða þarf öruggt vinnuafl, td. þarf það helst að geta gerst í gegnum opinberar vinnumiðlanir sem eru með trausta umboðsaðila erlendis. Atvinnuleyfi eiga auðvitað að vera eign þeirra sem vinna en ekki vinnuveitenda þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband